Linda Ben

Marsípan bláberjamuffins

Recipe by
40 mín
Cook: 15 mín

_MG_1743

_MG_1750

_MG_1746

Marsípan bláberjamuffins

  • 115 g smjör
  • 2 dl sykur
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 5 dl hveiti
  • 1 1/2 – 2 dl mjólk
  • 4-5 dl bláber, fersk eða frosin
  • 100 g Marsípan
  • Nokkur fersk bláber sem skraut

glassúr

  • 3 dl flórsykur
  • 3 msk rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra saman smjör og sykur, þegar blandan er orðin létt, setjið eitt egg út í í einu og þeytið vel á milli.
  2. Setjið hveiti, salt og matarsóda útí, blandið rólega saman við á meðan þið hellið mjólkinni út á.
  3. Bætið vanilludropunum saman við.
  4. Blandið bláberjunum saman við varlega með sleikju.
  5. Setjið deigið í muffinsform, ég mæli alltaf með því að nota muffins álbakka undir formin svo kökurnar haldi lögun í ofninum.
  6. Rífið marsípaninn niður og setjið um það bil teskeið af rifnum marsípan í hverja köku.
  7. Bakið við 165C í 15 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  8. Setjið glassúr í sprautupoka og sprautið yfir kökurnar eða dreifið yfir með skeið.

_MG_1751

_MG_1747

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

One Review

  1. Nanna

    Mjög bragðgóðar og það þótti líka þessum matvanda á heimilinu sem borðar sko alls ekki marsípan 😉

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5