Marsípan bláberjamuffins
- 115 g smjör
- 2 dl sykur
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 2 tsk matarsódi
- 1/4 tsk salt
- 5 dl hveiti
- 1 1/2 – 2 dl mjólk
- 4-5 dl bláber, fersk eða frosin
- 100 g Marsípan
- Nokkur fersk bláber sem skraut
glassúr
- 3 dl flórsykur
- 3 msk rjómi
Aðferð:
- Byrjið á því að hræra saman smjör og sykur, þegar blandan er orðin létt, setjið eitt egg út í í einu og þeytið vel á milli.
- Setjið hveiti, salt og matarsóda útí, blandið rólega saman við á meðan þið hellið mjólkinni út á.
- Bætið vanilludropunum saman við.
- Blandið bláberjunum saman við varlega með sleikju.
- Setjið deigið í muffinsform, ég mæli alltaf með því að nota muffins álbakka undir formin svo kökurnar haldi lögun í ofninum.
- Rífið marsípaninn niður og setjið um það bil teskeið af rifnum marsípan í hverja köku.
- Bakið við 165C í 15 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.
- Setjið glassúr í sprautupoka og sprautið yfir kökurnar eða dreifið yfir með skeið.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category:
Mjög bragðgóðar og það þótti líka þessum matvanda á heimilinu sem borðar sko alls ekki marsípan 😉