Mini ostakökur með bíókroppi er frábær eftirréttur til að bjóða upp á í veislum. Það er hægt að undirbúa kökurnar með góðum fyrirvara þar sem þær geymast vel í kæli. Kökurnar geymast í 2-3 daga ef þeim er pakkað inn í lloftþéttar umbúðir. Mér finnst þægilegast að raða glösunum á bakka og loka bakkanum með plastfilmu.
Mini ostakökur með bíókroppi
- 400 g Bíókropp
- 50 g smjör
- 500 ml rjómi
- 400 g rjómaostur
- 200 g florsykur
Aðferð:
- Setjið 200 g Bíókropp (einn poka) í blandara og blandið saman við bræddu smjöri. Skiptið í 24 lítil glös.
- Þeytið rjómann.
- Í aðra skál setjiði rjómaostinn og flórsykur, blandið saman.
- Blandið rjómaostinum saman við þeytta rjómann varlega með sleikju, skiptið deiginu á milli í litlu glasanna. Ef þið eruð að undirbúa ostakökurnar með fyrirvara þá raðiði ostakökunum á bakka, lokið með plastfilmu og geymið í kæli. Kökurnar geymast vel í 2-3 daga inn í kæli.
- Takið kökurnar úr kælinum og setjið Bíókropp yfir, bæði heilt og saxað.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: