Mini pizzur fyrir alla fjölskylduna úr Hatting pizzabotnum er ótrúlega sniðugt og ljúffengir pizzabotnar. Botnarnir eru keyptir frosnir út í búð, þeir eru útflattir og alveg tilbúnir, mjög hentugt til þess að grípa í þegar tíminn er naumur þar sem það tekur enga stund að afþýða þá (u.þ.b. 5 mín).
Ég smellti í pizzur um helgina úr þessum botnum og við vorum alveg hrikalega ánægð með þá. Strákurinn minn fékk að aðstoða mig við matseldina og fannst það rosalega skemmtilegt.
Hatting pizzabotnarnir fást í flest öllum matvöruverslunum, svo sem Bónus, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup og fleiri verslunum. Ég mæli alveg ótrúlega mikið með þeim og hvet þig til að kíkja inn á hatting.is til þess að læra meira um þessa vöru.
Hægt er að setja hvaða álegg sem er á pizzabotnana en ég deili hér með ykkur því sem við settum á okkar pizzur.
Mini pizzur fyrir alla fjölskylduna
Margarita
- Hatting mini pizza botnar
- Pizzasósa
- Rifinn ostur
- Ferskt basil
- Furuhnetur
- Ferskur parmesan
Skinka og ólífur
- Hatting mini pizza botnar
- Pizzasósa
- Rifinn ostur
- Skinka
- Ólífur
- Hvítlaukssósa
Pepperóní og paprika
- Hatting mini pizza botnar
- Pizzasósa
- Rifinn ostur
- Græn paprika
- Pepperóní
- Ólífur
- Ferskur parmesan
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 210°C og undir hita.
- Afþýðið pizzabotnana (tekur u.þ.b. 5-10 mín)
- Setjið pizzasósu á botnana og rifinn ost ofan á.
- Setjið áleggið ofan á ostinn og bakið inn í ofninum í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn er byrjaður að verða gullin brúnn.
- Setjið ferskan parmesan, basil og furuhnetur á pizzuna eftir að pizzan kemur úr ofninum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar