Linda Ben

Mjúkt jólabrauð með þurrkuðum berjum og rommi

Recipe by
3 tímar og 30 mín
Prep: 30 mín | Cook: 50 mín

Þetta jólabrauð er fullkomið til að bera fram á morgunverðarhlaðborðið um jólin. Mér finnst best að smyrja það með rjómaosti og jarðaberjasultu en það er líka alveg dásamlegt borið fram með glassúri fyrir þá sem vilja eitthvað sætara.

_MG_2857

_MG_2856

_MG_2864

Ég átti mjög erfitt með að gera upp á myndanna sem ég tók af þessu brauði en ég tók held ég eitthvað um 80 myndir af því í heildina! (…svo furða ég mig á því að harði diskurinn á tölvunni minni sé alltaf fullur…) En ég náði þó á endanum að flokka niður í topp 11 sem er nú samt vel yfir meðallagi. Ég geri nú hins vegar fastlega ráð fyrir að flestur lesendur bloggsins hafi ágætlega gaman að matarmyndum og því var ég ekkert að reyna að fækka þeim meir.

_MG_2888

_MG_2887

_MG_2892

Uppskriftin af þessu ljúffenga jólabrauði með þurrkuðum ávöxtum og rommi er einföld í framkvæmd, þó svo að skrefin séu nokkur. Það ætti að vera leikur einn fyrir hvern sem er að skella í þetta brauð.

_MG_2903

_MG_2909

_MG_2912

_MG_2916

_MG_2917

Deigið er frekar blautt og það á að vera þannig, þið látið ykkur ekkert bregða, það er ástæðan fyrir því að brauðið er svona rosalega mjúkt og gott.

Jólabrauð

  • 130 ml mjólk
  • 1 bréf þurrger
  • 400 g hveiti
  • 1 msk vanillusykur
  • 1 tsk kanill
  • ½ tsk engifer krydd
  • ¼ tsk salt
  • 3 egg
  • 3 tappar Stroh 60
  • 150 g rjómaostur 18% fita
  • 90 g brætt smjör, látið kólna
  • 100 g rúsínur
  • 100 g þurrkuð trönuber
  • 125 ml Stroh 60

Aðferð:

  1. Byrjið á að velgja mjólkina í potti eða örbylgjuofni, setjið gerið útí og blandið saman, látið standa á meðan þið gerið skref 2.
  2. Setjið hveiti í skál ásamt kryddi og vanillusykri.
  3. Hellið mjólkinni út í hveitið og blandið saman. Bætið einnig útí 3 eggjum, Stroh, rjómaosti og kældu bræddu smjöri.
  4. Hnoðið deigið vel saman í hrærivél og látið svo hefast í 2 tíma. Hefjið strax skref 5 áður en þið bíðið eftir hefuninni.
  5. Setjið rúsínur og þurrkuð trönuber í pott ásamt romminu, látið sjóða á lágum hita í um það bil 2 mín. Látið þetta svo kólna inn í ísskáp á meðan deigið hefast.
  6. Kveikið á ofninum, stillið á undir yfir og 180ºC.
  7. Þegar degið er búið að hefast sigtiði frá rommið af rúsínunum og trönuberjunum og setjið berin í deigið, hnoðið vel saman við.
  8. Smyjið hringlaga form vel með smjöri og setjið deigið í formið.
  9. Bakið í um það bil 50 mín eða þangað til það er bakað í gegn og orðið gullið brúnt.
  10. Sigtið flórsykur yfir brauðið.

_MG_2909

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_2916

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5