Linda Ben

Kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa | Servings: 4 manns

Kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf er svo svakalega góður réttur sem öll fjölskyldan elskar.

Ég var næstum því búin að skýra þennan rétt “mömmupasta” því það er það sem börnin mín kalla þennan pastarétt. Þau alveg elska fyllt pasta í rjómasósu. Ég, eins og svo margar aðrar mömmur, er að alltaf að reyna að koma grænmeti ofan í börnin mín. Ég næ að lauma alveg helling af grænmeti ofan í þau í þessum pastarétt.

Babyleaf salatið frá Vaxa líkist spínati en er að mínu mati bragðbetra. Það minnkar talvert við eldun og því algjör snilld að setja nóg af því í pastarétti og pottrétti. Þar sem það er ræktað við algjörlega eiturefnalausar aðstæður og upp úr 100% hreinu íslensku vatni er algjör óþarfi að skola það fyrir notkun sem er alltaf auka plús.

mömmupastað - kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf

mömmupastað - kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf

mömmupastað - kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf

Kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf

  • 3 kjúklingabringur
  • Kjúklingakryddblanda
  • 1 msk steikingarolía
  • 1 laukur
  • 250 g sveppir
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • 400 ml rjómi
  • 2 tsk kjúklingakraftur
  • 1 tsk oreganó
  • Salt og pipar
  • 100 g babyleaf frá Vaxa
  • 200 g litlir tómatar
  • 500 g ravioli fyllt með osti
  • 30 g basilíka frá Vaxa

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita. Kryddaði bringurnar vel og settu í eldfastmót, bakaðu bringurnar inn í ofni í 20-25 mín en það fer eftir stærð bringanna. Best er að nota kjöthitamæli en kjarnhiti á að ná 76°C. Láttu bringurnar hvíla við stofuhita í 5 mín áður en þú skerð þær.  Á meðan bringurnar eru að eldast, gerið sósuna.
  2. Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu.
  3. Skerið sveppina líka niður og bætið út á pönnuna, steikið.
  4. Rífið hvítlauksgeirana út á pönuna, steikið.
  5. Hellið rjómanum út á pönnuna ásamt kjúklingakrafti, oreganó og salti og pipar.
  6. Bætið babyleaf og tómötum út á pönnuna og blandið saman. Leyfið þessu að malla saman í smástund.
  7. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið það svo út í sósuna. Setjið í fallegt fat.
  8. Skerið bringurnar niður í sneiðar og setjið ofan á pastað, dreifið basilíku yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

mömmupastað - kjúklinga ravioli í hvítlauks rjómasósu með babyleaf

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5