Mýksta og einfaldasta eplakakan sem tekur aðeins 30 mín að útbúa.
Stundum vill maður bara smella í ofur fljótlega og ljúffenga köku. Þá er ótrúlega gott að eiga kökumix inn í skáp og redda málunum.
Það er svo mikið hægt að gera með gulrrótaköku þurrefnablödnuna mína annað en að gera gulrótaköku. Ég sleppi því oft að bæta gulrótum í deigið og fæ þannig svakalega góða kryddköku.
Gulrótaköku þurrefnablandan er líka mjög hentug í eplakökur og kemur það ótrúlega vel út að bæta bæði eplabitum og eplasneiðum í deigið. Eplabitunum hræri ég oft saman við deigið og baka í 2×20 cm formum. Hér skar ég eplin i sneiðar og raðaði ofan á deigið sem ég hafði hellt í 30 cm bökuform til að fá klassíska eplaköku útlitið.
Mýksta og einfaldasta eplakakan
- Ljúffeng gulrótakaka þurrefnablanda Lindu Ben
- 3 egg
- 175 ml bragðlítil olía
- 100 ml vatn
- 2 epli
Glassúr
- 200 g flórsykur
- 3 msk mjólk
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Setjið þurrefnablönduna í skál ásamt eggjum, olíu og vatni, hrærið saman og hellið deiginu í smurt bökuforrm sem er u.þ.b. 27-30 cm í þvermál.
- Skerið eplin í sneiðar og drefiið þeim yfir deigið. Bakið inn í miðjum ofni í u.þ.b. 25 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
- Hrærið saman flórsykri og mjólk og dreifið yfir kökuna.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar