Linda Ben

Myntusúkkulaðikaka

Þessi myntusúkkulaðikaka er alveg einum of góð!

Súkkulaðikakan er útbúin úr kökumixinu mínu – Ljúffeng súkkulaðikaka Lindu Ben, en það er að mínu mati alveg stórkostlega gott. Ég er svo yfir mig þakklát fyrir góðu viðbrögðunum sem kökumixin mín hafa verið að fá um allt land.

Myntukremið er klassískt smjörkrem í grunninn með viðbættu Pipp súkkulaði sem gefur kreminu þetta ómótstæðilega myntubragð. Súkkulaði og mynta er að mínu mati tvenna sem passar einstaklega vel saman.

Pippið er skorið mest svolítið gróft niður því það er svo ljúffengt að fá smá súkkulaðibita með kreminu.

Ég vona innilega að þú eigir eftir að smakka þessa uppskrift. Það væri ótrúlega gaman að heyra frá þér ef þú smakkar, ég veit fátt skemmtilegra en að heyra viðbrögðin ykkar við uppskriftunum sem ég set hér inn.

Súkkulaðikaka með myntusúkkulaðibitakremi

Súkkulaðikaka með myntusúkkulaðibitakremi

Súkkulaðikaka með myntusúkkulaðibitakremi

Súkkulaðikaka með myntusúkkulaðibitakremi

Súkkulaðikaka með myntusúkkulaðibitakremi

Súkkulaðikaka með myntusúkkulaðibitakremi

Súkkulaðikaka með myntusúkkulaðibitakremi

  • Ljúffeng súkkulaðiköku þurrefnablanda frá Lindu Ben
  • 3 egg
  • 150 g smjör/bragðlítil olía
  • 1 dl vatn

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
  3. Setjið deigið í smurt 20×30 cm form (eða álíka stórt) og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
  4. Kælið kökurnar að stofuhita og útbúið kremið á meðan.

Myntusúkkulaðibitakrem

  • 250 g mjúkt smjör
  • 300 g fljórsykur
  • 1 dl rjómi
  • Grænn matarlitur (ath magn er mjög mismunandi og fer eftir týpum af matarlit)
  • 150 g Síríus Pralín súkkulaði með Pipp fyllingu

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið þar til mjúkt og loftmikið, bætið flórsykrinum út í og þeytið þar til aftur orðið mjúkt og loftmikið.
  2. Bætið rjómanum út og hrærið hann saman við. Bætið matarlitnum út í einn dropa í einu, kremið á að vera pastel ljósgrænt.
  3. Skerið Pralín súkkulaðið í misgrófa bita, suma stóra og aðra minni, og bætið út í kremið. Smyrjið kreminu á kökuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5