Linda Ben

Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS

Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói. Þetta hljómar kannski eins og ólíkleg tvenna, en ég lofa þér því að þú átt örugglega eftir að elska þessa samsetningu.

Lykillinn að góðri grillsteik er að taka kjötið út úr kæli með góðum fyrirvara svo kjötið sé búið að ná stofuhita fyrir eldun. Svo er mikilvægt að elda það á meðalhita og passa að ofelda það ekki. Mér finnst persínulega best að nota kjöthitamæli. Svo er best að leyfa kjötinu aðeins að standa eftir eldun, gott er að miða við 10-15 mín. Hafa ber í huga að kjötið heldur aðeins áfram að eldast þó svo að búið sé að taka það af grillinu, en það verður talsvert safaríkara og mýkra ef það fær að standa eftir grillun.

Kjarnhiti nautakjöts:

Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-100°
Ég er virkilega hrifin af Sælkeranaust grillsteikunum frá SS en marineringarnar eruu virkilega bragðgóðar og úr góðum hráefnum.

Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói

Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói

Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói

Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói

  • Piparkryddlegnar Sælkeranauts nautagrillsteikur frá SS
  • Maísstönglar ferskir
  • Smælki
  • Ólífu olía
  • Salt
  • Aspas
  • Grænt ferkst pestó (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Bernais sósa (uppskrift hér fyrir neðan)

Aðferð:

  1. Takið nautagrillsteikurnar út úr kæli og leyfið þeim að ná stofuhita áður en þær eru eldaðar.
  2. Kveikið á grillinu og setjið maísstönglana á grillið með “hýðinu”/”blöðunum”. Snúið þeim reglulega.
  3. Skerið smælkið í helminga og raðið á grillbakka. Setjið ólífu olíu yfir og saltið. Setjiið á grillið og hrærið reglulega í.
  4. Þegar smælkið er u.þ.b. hálfnað með að bakast á grillinu, bætið þá aspasnum á bakkann, setjið meira af olífu olíu og salt á aspasinn.
  5. Berið fram með grænu pestói og bernaise sósu

Grænt ferkst pestó

  • 30 g fersk basil
  • 15 g fersk steinselja
  • 1 msk sítrónusafi
  • Sítrónubörkur af 1/2 sítrónu
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 2 msk rifinn parmesan
  • u.þ.b. 1 dl bragðgóð extra virgin ólífu olía

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin í blandara og maukið á lágum styrk, blandan á að vera nokkuð gróf maukuð.

Bernaise sósa

  • 4 eggjarauður
  • 400 g brætt smjör
  • 2-3 tsk bearnaise essens (magn eftir smekk)
  • u.þ.b. 2 tsk estragon (magn eftir smekk)
  • Pipar (magn eftir smekk)
  • Salt

Aðferð

  1. Brjótið eggin og aðskilja eggjahvítu og eggjarauður.
  2. Bræðið smjörið á vægum hita.
  3. Þeytið eggjarauðurnar varlega í nokkra stund í hrærivél/rafmagnsþeytara þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. (takið þeytarann upp reglulega og teiknið 8 snögglega með því sem lekur af þeytaranum ofan í skálinni. Ef það tekst að teikna áttu og hún sést greinilega í örfáar sek. þá eru eggjarauðurnar tilbúnar).
  4. Hellið smjörinu út í eggjarauðurnar í lítilli bunu með þeytarann rólega í gangi.
  5. Setjið bearnaise essens út í sósuna og hrærið saman, bætið því næst estragon út í og hrærið saman.
  6. Saltið og piprið sósuna eftir smekk. Gott að byrja á litlum skammti og auka svo eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5