Linda Ben

Nóa Kropps Lakkrístoppar

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Nóa Kropps lakkrístoppar er skemmtilegt tvist á hina klassísku lakkrístoppa sem við öll þekkjum.

Mini Nóa Kroppið er algjör snilld og vegna þess hve litlar kúlurnar eru, eru þær fullkomnar í lakkrístoppa og gerir toppana ennþá stökkari og einstaklega ljúffenga.

Nóa Kropps Lakkrístoppar:

Nóa Kropps Lakkrístoppar:

Nóa Kropps Lakkrístoppar:

Nóa Kropps Lakkrístoppar:

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g mini Nóa Kropp
  • 150 g Eitt sett lakkrískurl

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.
  2. Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
  3. Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.
  4. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.
  5. Bakið í u.þ.b. 19-20 mín (tími fer mikið eftir stærð toppanna, prófið að taka einn topp út eftir 19 mín og ef hann er ennþá mjög mjúkur, bakið þá aðeins lengur.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5