Þessar blautu nutella súkkulaðikökur með saltri karamellu eru alveg hættulega góðar!
Kökurnar eru ein besta leið að mínu mati til þess að innleiða Nutella í eftirrétti. Þær eru mjög fljótlegar og einfaldar að útbúa. Salt karamellan í miðjunni gerir rosalega mikið fyrir kökurnar þannig ég mæli með að þið gefið ykkur auka tíma til þess að útbúa hana, en svo ef það gengur ekki þá er alltaf hægt að kaupa tilbúna karamellu.
Innihald:
- 3 egg
- 2,5 dl flórsykur
- 1 dl hveiti
- 1 dl brætt smjör
- 2,5 dl nutella
- 1 tsk vanilludropar
- salt karamella (ýtið hér fyrir uppskrift)
Aðferð:
- Stillið ofninn á 180°C
- Brjótið eggin ofan í skál og hellið flórsykrinum út á, hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman, um það bil 3 mín.
- Setjið hveitið, smjörið, nutellað og vanilludropana í skálina og blandið vel saman.
- Smyrjið 6 lítil kökuform með smjöri og fyllið þau að deigi upp 2/3 af forminu
- setjið 2 tsk af salt karamellu ofan í miðjuna á hverju formi.
- Bakið kökurnar í 13-15 mín, þær eiga að vera stífar utan á en blautar ennþá inní.
- Berið fram eitt og sér eða með vanillu ís.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti
Category: