Linda Ben

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 4 manns

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu er alveg dásamlega góður og haustlegur réttur, alveg fullkomið með góðu rauðvínsglasi og góðum félagsskap.

Maður byrjar á því að loka kjötinu á pönnu og útbýr svo sósuna á sömu pönnu. Þegar sósan er tilbúin setur maður kjötið aftur ofan í sósuna og leyfir öllu að malla saman inn í ofni í rólegheitunum á vægum hita. Steikið er svo borin fram með kartöflumús.

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Hér sérðu myndbandið:

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

  • SS kryddlegnar lambalærissneiðar
  • 1 msk smjör
  • 1 laukur
  • 3-4 meðal stórar gulrætur
  • 250 g sveppir
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1/2 dl rauðvín
  • 500 ml rjómi
  • 1 stk lambakraftur
  • 1 tsk þurrkað oreganó
  • 1/2 tsk þurrkað rósmarín
  • 1/2 tsk þurrkað basil
  • Salt og pipar
  • U.þ.b. 1 msk sósuþykkir (ef þarf)

Kartöflumús

  • 500 g kartöflur (mér finnst þægilegast að nota forsoðnar)
  • 100 g smjör
  • 1/2 dl rjómi
  • Salt (eftir smekk)
  • 1 msk sykur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið smjör á pönnuna og steikið lambalærisneiðarnar snögglega á báðum hlliðum til að loka kjötinu. Takið kjötið af pönnunni og geymið á disk.
  3. Skerið laukinn mjög smátt niður, skerið einnig gulræturnar og steikið saman á pönnunni. Bætið sveppunum á pönnuna og rífið hvítlauksrifin niður á pönnuna. Bætið rauðvíni og rjóma á pönnuna ásamt krafti, oreganó, rósmarín, basil, salti og pipar. Smakkið til sósuna. Leggið kjötið aftur ofan í sósuna (ggætið þurft að færa grænmetið til, til að koma þeim ofan í sósuna) og setjið pönnuna inn í ofn í 30-40 mín. Ath ef pannan má ekki fara í ofn þá setjiði allt í eldfastmót og bakið þannig.
  4. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar í gegn (eða heitar í gegn ef þið notið forsoðnar kartöflur eins og ég).
  5. Setjið smjör og rjóma í pott, hitið að suðu en ekki sjóða.
  6. Setjið heitu kartöflurnar í hrærivélaskál ásamt smjör+rjómablöndunni og salti og sykri. Notið k-ið á hrærivélinni til að mauka kartöflurnar og hræra rjómablönduna saman við. Passið að hræra aðeins þar til allt hefur maukast saman, ef þið hrærið of mikið þá verður kartöflumúsin stíf.
  7. Ef sósan er mjög þunn þegar rétturinn hefur bakast inn í ofni, takið þá kjötið upp úr sósunni og setjið örlítið af sósuþykki út í sósuna, sjóðið saman og leggið svo kjötið aftur ofan í sósuna.
  8. Beirð fram saman.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ofnbakaðar lambalærissneiðar í rjómasósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5