Linda Ben

Ofnbakaður lax í teriyaki marineringu með fullt af grænmeti

Recipe by
| Servings: 3 manns

Afar einfaldur og góður fiskréttur þar sem allt er eldað í einu fati eins og er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og flest öllum öðrum. Fullkominn réttur til að elda í miðri viku þegar tíminn er naumur en maður vill samt gleðja fjölskylduna með næringarríkum og góðum kvöldmat.

Ofnbakaður lax í teriyaki marineringu með fullt af grænmeti

Ofnbakaður lax í teriyaki marineringu með fullt af grænmeti

  1. 700 g roðflettur lax
  2. ½ flaska Teriyaki marinering
  3. 1 msk hunang
  4. 1 hvítlauksrif
  5. 1 stk meðal zucchini
  6. 1 paprika
  7. ½ meðal stór brokkolí haus
  8. 100 g sætir bauna belgir (sugar snap peas)
  9. 200 g brún hrísgrjón
  10. 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  11. 100 ml vatn
  12. Klípa af salti
  13. 1 dl sesam fræ

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Marinerið laxinn í teriyaki marineringu í 5 mín. Penslið 1 msk hunangi yfir laxinn og rífið hvítlauk yfir. Skerið grænmetið niður og setjið ofan í mótið með laxinum og marineringunni, veltið öllu svolítið saman. Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til laxinn er bakaður í gegn.
  2. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt kókosmjólkinni, vatni og smá salti. Sjóðið með lokinu á þar til hrísgrjónin eru tilbúin og vökvinn hefur gufað upp.
  3. Ristið sesam fræ á heitri pönnu með því að setja þau á heita pönnuna í u.þ.b. 2-3 mín og hræra reglulega í. Dreifið yfir fiskinn þegar hann er tilbúinn.

Ofnbakaður lax í teriyaki marineringu með fullt af grænmeti

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5