Linda Ben

Ofur djúsí kókoskúlur sem eru fljótlegar, einfaldar, hollar og góðar

Recipe by
20 mín

Þessar kókoskúlur eru afar einfaldar en aðallega eru þær alveg hrikalega góðar!!

Uppskriftin er vegan og ef þú notar glútein laust haframjöl eru kúlurnar glútein fríar líka.

Ég mæli með að gera stóran skammt í einu af þessum kúlum því þær eru fljótar að fara. Það er líka fátt betra en að eiga nokkrar inn í frysti þegar sætindaþörfin kemur yfir mann en manni langar samt ekki að borða eitthvað óhollt. Þessar kúlur eru nefninlega mein hollar.

Ofur kókoskúlur, fljótlegar, einfaldar og góðar
Ofur kókoskúlur, fljótlegar, einfaldar og góðar

Ofur kókoskúlur, fljótlegar, einfaldar og góðar

Ofur kókoskúlur, fljótlegar, einfaldar og góðar

Ofur djúsí kókoskúlur

  • 1 ¾ dl möndlur
  • 1 dl kakó
  • 2 msk hörfræ
  • ¼ tsk salt
  • 3 ½ dl hafrar
  • 450 g mjúkar döðlur
  • 60 ml kókosolía
  • ½ dl kókosmjól (meira til að velta upp úr)

Aðferð:

  1. Ef þú átt matvinnsluvél þá getur þú sett öll innihaldsefnin ofan í hana (muna að fjarlægja steinana úr döðlunum fyrst) og útbúið deigið þannig. Ef ekki þá byrjar þú á því að setja öll þurrefnin ofan í blandara og blandar þar til allt er orðið að fínu hveiti. Setjið þurrefnin í skál.
  2. Fjarlægið steinana úr döðlunum og setjið þær í blandarann ásamt kókosolíu. Setjið maukið í skálina og blandið saman við þurrefnin.
  3. Takið 1 msk af deigi og myndið kúlu, setjið kókosmjöl í skál og veltið kúlunum upp úr kókosinu.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5