Linda Ben

Ofur einföld og ljúffeng jarðaberja jógúrt kaka

Recipe by

Hér er að finna alveg ótrúlega ljúffenga og einfalda köku sem er jafnframt alveg stórglæsileg. Það þarf alls ekki að vera neinn skreytingarmeistari til þess að ná að gera þessa köku, bara slétta úr kremi, skera ber og raða þeim á, einfaldara gerist það varla!

Kakan sjálf er þétt og mjúk í sér með góðu jarðaberja og rabbabara bragði sem kemur úr jógúrtinu.

Ofur einföld og ljúffeng Jarðaberja jógúrt terta

Ofur einföld og ljúffeng Jarðaberja jógúrt kaka

Ofur einföld og ljúffeng Jarðaberja jógúrt kaka

Ofur einföld og ljúffeng Jarðaberja jógúrt kaka

Ofur einföld og ljúffeng Jarðaberja jógúrt kaka

Ofur einföld og ljúffeng jarðaberja jógúrt kaka

  • 3 egg
  • 250 g þykk ab-mjólk frá Örnu með rabbabara og jarðaberjum
  • 120 ml bragðlítil grænmetisolía
  • 225 g hveiti
  • 150 g sykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 2-3 jarðaber skorin í sneiðar.

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
  2. Hrærið eggin vel saman (ca. 30 sek)
  3. Bætið jógúrtinu, olíu og sykri saman við og hrærið saman.
  4. Bætið því næst hveiti og matarsóda saman við, hrærið.
  5. Skerið jarðaberin í sneiðar og bætið þeim út í deigið.
  6. Smyrjið 20 cm form og setjið deigið í formið, bakið kökuna í um það bil 35-40 mín eða þangað til hún er bökuð í gegn. Kælið kökuna vel áður en kreminu er smurt á hana.

Krem

  • 200 g smjör/smjörlíki
  • 300 g flórsykur
  • 1 msk rjómi frá Örnu
  • 3 jarðaber, smátt skorin
  • 1 lítill dropi bleikur matarlitur
  • u.þ.b. 10 jarðaber, skorin í sneiðar (fjöldi fer eftir stærð).

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið vel og bætið svo flórsykrinum saman við.
  2. Bætið rjóma, matarlit og smátt skornum jarðaberjum út í og hrærið vel og lengi þar til kremið er mjög mjúkt. Smyrjið því svo ofan á kældu kökuna.
  3. Skerið jarðaberin í sneiðar og raðið jarðaberjunum fyrst úthringinn og vinnið ykkur inn þar til öll kakan er þakin jarðaberjum eins og á myndinni.

Ofur einföld og ljúffeng Jarðaberja jógúrt kaka

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

One Review

  1. Johanna

    Þessi var æði! Setti reyndar helmingi minna krem en gefið er upp og fannst það.alveg nóg 🙂 samt er ég mikil kremkerling! Snilldarkaka sem fer í uppskriftabankann 🙂

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5