Ómótstæðileg ostapizza sem þú átt eftir að elska!
Hér höfum við uppskrift af pizzu sem ég smelli í nánast hverja einustu helgi! Afhverju er hún að koma fyrst inn á síðuna núna, spyrjið þið mögulega? Það er góð spurning sem ég eiginlega hef ekki svarið við 😆 Það er nánast orðið eins og að drekka vatn fyrir mér að smella í þessa pizzu og er hún löngu orðin fræg hjá fjölskyldu og vinum sem fá reglulega boð í pizzaveislur til okkar um helgar.
Það var ekki fyrr en vinkona mín sendi mér skilaboð um daginn og bað um uppskriftina, að ég fattaði að hún væri ekki á síðunni. Fram að því hvarflaði ekki að mér að þessi uppskrift, sem er orðin eins og hluti af mér, væri ekki á síðunni.
Svo hér er hún komin loksins, ómótstæðilega ostapizzan , gjöriði svo vel!
Ómótstæðileg ostapizza
- Pizzadeig (þessi uppskrift er mjög góð, ég elska líka að kaupa súrdeigs pizzadeig sem fæst í mörgum bakaríum)
- Hvítlauksolía
- Rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
- Hvítlauks kryddostur frá Örnu Mjólkurvörum
- Brie
- Bláberja eða rifsberjasulta (bæði mjög gott, veldu það sem þú ert í stuði fyrir eða átt til heima)
Aðferð:
- Kveikið á pizzaofninum, ef notaður er venjulegur bakaraofn þá stilliru á 220°C og undir+yfir hita. Ég nota þennan pizzaofn og ELSKA hann, tekur algjörlega pizzuna á annað stig
- Fletjið út pizzadeigið og smyrjið hvítlauksolíunni á botninn.
- Setjið rifinn mozzarella yfir (aðeins minna magn en ef þú værir að fara setja “venjulegt” (ekki osta) álegg á. Rífið helmigninn af hvítlauks kryddostinum niður og dreifið yfir.
- Skerið brie í sneiðar og dreifið yfir.
- Bakið inn í ofni þar til kantanir eru byrjaðir að brúnast og osturinn orðinn gullinn.
- Berið fram með sultu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar