Ást mín á súkkulaðibita kökum er í algjöru hámarki þessa dagana, heilsu minnar vegna varð ég að finna örlítið hollari útgáfu af þessu gúmmulaði, án þess að það hefði áhrif á bragðið.
Þessi uppskrift er einmitt þannig, akkurat eins og góðar súkkulaðibita kökur eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!
Örlítið hollari súkkulaðibita kökur
- 1 ½ dl kókosolía
- 2 ¼ dl púðursykur
- 1 dl döðlusykur
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 5 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 1 dl grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
- 100 g hvítt súkkulaði
- 100 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Hrærið saman sykur og kókosolíu, bætið svo einu eggi út í í einu og hrærið vel á milli. Því næst bætiði vanilludropum út í.
- Bætið hveiti, lyftidufti, salti saman við ásamt grískri jógúrt, blandið varlega saman við.
- Skerið súkkulaðið niður í grófa bita og bætið úr í, blandið saman með sleikju.
- Setjið deigið inn í ísskáp og kælið það í 2-3 tíma eða yfir nótt, eftir því hvað hentar þér best.
- Kveikjið á ofninum og stillið á 190°C. Notið matskeið til að skammta hverja köku, mótið kúlu með lófunum og raðið á smjörpappír, passið að hafa gott bil á milli þar sem kökurnar fletjast út í ofninum. Bakið í 10-12 mín.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben
Category:
Sæl
Hvað púðursykur ert þú að nota
Hæhæ, Ég nota annað hvort Kötlu eða Dansukker 🙂