Fyllt pasta er í alveg mjög miklu uppáhaldi hjá mér og mínu fólki. Það er bara eitthvað við pasta sem lætur manni líða svo vel.
Þessi pastaréttur inniheldur mikið af grænmeti, tómatsósan er bragðmikil og leikur vel við ostinn inn í pastanu. Ég vel yfirleitt ferskt pasta fram yfir þurrkað en það er þó að sjálfsögðu hægt að nota hvoru tveggja.
Með þessum pastarétti bauð ég upp á Sauvignon Blanc hvítvín frá Saint Clair. Það er létt og ferskt þar sem hægt er að greina bragð af ástaraldin og greipávöxt.
Ostafyllt pasta í bragðmikilli tómatsósu
- 2 pakkar ferskt tortellini fyllt með osti
- 1 ½ box sveppir
- 1 stór rauð paprika
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 1 krukka tómatpastasósa (val)
- salt og pipar
- Parmesan ostur
- Ferkst basil
Aðferð:
- Setjið vatn í meðal stóran pott ásamt olíu og salti
- Skerið laukinn smátt niður, steikið hann á pönnu með olíu þangað til hann verður gullin brúnn.
- Skerið sveppina niður og setjið út á pönnuna og steikið.
- Skerið paprikuna og hvítlaukinn niður og steikið með hinu á pönnunni.
- Hellið niðursoðnu tómutunum á pönnuna, ef þeir eru heilir er gott að skera þá niður fyrst.
- Ef þið viljið hafa mikla sósu með pastanu þá helliði lítilli krukku af tómat pastasósu útá, smakkið til með salt og pipar. Látið sjóða saman á vægum hita á meðan þið setjið pastað í pottinn og það verður tilbúið.
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum.
- Berið pastað fram með sósunni, ferskri basil og nóg af parmesan osti.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben