Linda Ben

Ostakúlu snakkídýfa

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Ostakúlu snakkídýfa.

Skemmtileg og sumarleg leið til að bera fram snakkídýfu er að setja hana á disk og raða pringles snakki í kring, þannig verður til svona fallegt blóm. Góð hugmynd á veisluborðið, í partýið eða fyrir kósýkvöldið.

Ídýfan samanstendur af rjómaosti, cheddar osti og mozzarella osti, krydduð til svo hún verður örlítið spicy.

ostakúla snakk ídýfa

ostakúla snakk ídýfa

ostakúla snakk ídýfa

ostakúla snakk ídýfa

Ostakúlu snakkídýfa

  • 200 g rjómaostur
  • 50 g rifinn cheddar ostur
  • 50 g rifinn mozzarella
  • 100 g beikon
  • ½ tsk papriku krydd
  • ¼ tsk cayenne pipar
  • Pipar eftir smekk.
  • Svartar ólífur
  • Pringles

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C. Rúllið beikoninu og setjið á ofnplötu, bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín eða þar til það er byrjað að verða stökkt. Kælið.
  2. Setjið rjómaosti, cheddar ost, mozzarella ost saman í skál.
  3. Skerið beikonið smátt niður og bætið út í skálina.
  4. Kryddið með papriku kryddi, cayenne pipar og pipar.
  5. Blandið öllu saman, útbúið kúlu og setjið á disk.
  6. Raðið Pringles snakki umhverfis eins og sólblóm.
  7. Raðið ólífunum ofan á ostinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

ostakúla snakk ídýfa

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5