Linda Ben

Pabbapítur – Djúsí pítur með osta hakki

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 6 pítur

Einfaldur og ljúffengur hversdagsmatur, það er það sem við flest öll viljum og þurfum à að halda inn à milli.

Þessi ofur einfalda uppskrift varð til um daginn þegar pabbinn var að elda, en hann er þekktur fyrir að elda einstaklega góðan, ljúffengan en fyrst og fremst djúsí mat!

Við höfum ekki eldað pítur öðruvísi frá því að þessi uppskrift varð til og því finnst mér tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur!

Pabbapítur pítur með djúsí osta hakki

Pabbapítur pítur með djúsí osta hakki

Pabbapítur pítur með djúsí osta hakki

Pabbapítur – Djúsí pítur með osta hakki

  • 500 g nautahakk
  • Taco krydd eftir smekk
  • Hvítlauks kryddostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • 6 pítubrauð
  • 2 tómatar
  • ½ agúrka
  • 1 paprika
  • Salat
  • Pítusósa eftir smekk

Aðferð:

  1. Kryddið nautahakkið og steikið á pönnu þar til eldað í gegn. Rífið kryddostinn niður og bætið út á pönnuna, hitið þar til osturinn er bráðnaður.
  2. Ristið pítubrauðin og skerið grænmetið niður.
  3. Blandið saman öllu grænmetinu og hakkinu í skál, bætið sósunni út á og fyllið pítubrauðin.

Pabbapítur pítur með djúsí osta hakki

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5