Linda Ben

Papaya skyrskálar

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Ég er búin að vera rekast á papya í búðum undanfarið en þetta er alveg dásamlega góður ávöxtur, minnir mig bæði á mangó og gula melónu.

Það er æðislega gott að setja hafraskyr í papya, toppa með ávöxtum, berjum, múslí og möndlusmjöri. Þetta er algjör lúxus morgunmatur, hádegismatur eða sem millimáltíð seinnipartinn.

Uppskriftin miðast við tvær papya skálar sem eru úr einum papya ávöxti. Ef þú vilt gera eina papya skyrskál þá pakkar þú öðrum helmingnum af papyanu vel inn t.d. í filmu og geymir inn í ísskáp, það geymist vel þannig í nokkra daga.

Gjörsamlega stútfullt af góðum næringarefnum, trefjum, andoxurnarefnum, vítamínum, steinefnum og öllu þessu góða sem við viljum næra líkamann okkar með.

Papaya jógúrtskál

Papaya jógúrtskál

Papaya jógúrtskál

Papaya skyrskálar

Uppskriftin miðast við tvær skálar

  • 1 papya
  • 2 hafraskyr með jarðaberjabragði frá Veru
  • 1 banani
  • Bláber
  • Brómber
  • 2 tsk möndlusmjör
  • 2 msk múslí með kókos
  • 1/4 tsk kanill

Aðferð

  1. Skerið papya í 2 helminga, hreinsið fræin úr.
  2. Setjið hafraskyr í holuna í papyað þar sem fræin voru.
  3. Skerið bananann í sneiðar og setjið yfir jógúrtið ásamt bláberjum og brómberjum.
  4. Setjið sitthvora teskeiðina af möndlusmöri ofan á hvert papayað, setjið múslí yfir og örlítið af kanil.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Papaya jógúrtskál

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5