Linda Ben

Pasta í rjómalagaðri trufflusósu og smjörsteiktum sveppum.

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Pasta í rjómalagaðri trufflusósu og smjörsteiktum sveppum.

Trufflupastað er létt og ótrúlega bragðgott! Pastað er þakið unaðslega góðri rjómalagaðri trufflusósu og smjörsteiktum sveppum.

Það er einfalt að smella þessum rétti saman en bragðið líkist helst því sem við eigum að venjast á veitingastöðum.

Það er hægt að bæta við kjúkling í þennan rétt ef maður er mjög svangur en ég elska þetta pasta bara með sveppum.

Trufflubragðinu nær maður fram með trufflusalti og truffluolíu, bæði ætti að vera fáanlegt í helstu stórvörumörkuðum en einnig í sérvöruverslunum.

Trufflu pasta

Trufflu pasta

  • 250 g Linguine pasta eða sambærilegt
  • 1-2 msk smjör
  • ¼ laukur
  • 250 g sveppir
  • 250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum.
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1-2 msk truffluolía
  • 2 dl pastavatn
  • Fersk steinselja (má sleppa)

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, takið 2 dl af vatninu úr pottinum og geymið áður en þið hellið vatninu af pastanu.
  2. Skerið laukinn mjög smátt niður og steikið létt upp úr smjöri.
  3. Skerið sveppina niður, ekki of smátt samt, og bætið út á pönnuna, steikið með lauknum þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir.
  4. Bætið rjómanum út á pönnuna og kryddið með trufflusalti og pipar, bætið truffluolíunni út á, sjóðið þar til þykknar.
  5. Bætið pastanu út á sósuna og blandið öllu saman, bætið eins miklu pastavatni og þarf saman við til að sósan sé nægilega létt svo sósan blandist vel.
  6. Berið fram með ferskri steinselju.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5