Linda Ben

Pastasalat með hunangs sinneps dressingu

Recipe by
15 mín
| Servings: 4 manns

Pastasalat með hunangs sinneps dressingu sem er afar bragðgott og fljótlegt, þetta átt þú eftir að elska!

Það er svo einfalt að smella þessu pastasalati saman og tekur enga stund að matbúa sem er alltaf vel þegið eftir viðburðarríkan dag.

Það þarf bara að sjóða pastað, annars eru öll önnur hráefni tilbúin og þarf bara að skera þau niður. Sósan er einföld og virkilega bragðgóð, en það þarf bara að smella öllu í blandara til að græja hana og þá er hún tilbúin. Allt er svo sett saman í fallega skál, borið fram með parmesan osti og jafnvel ísköldu hvítvínsglasi ef vel liggur á. Æðislega bragðgott!

Bragðmikið og fljótlegt pastasalat

Bragðmikið og fljótlegt pastasalat

Pastasalat með hunangs sinneps dressingu

  • 300 g pasta slaufur
  • 3 stk fullelduð kjúklingalæri (eða annað kjúklingakjöt)
  • 1 rauð paprika
  • ½ gúrka
  • 1 dl svartar ólífur
  • 2 dl rauð vínber skorin í tvennt
  • 180 g litlir tómatar
  • Hungangs sinneps sósa (uppskrift hér fyrir neðan)
  • Parmesan ostur eftir smekk
  • Salt og pipar eftir smekk

Hunangs sinneps dressing

  • Safi úr 1 sítrónu
  • ½ msk hágæða Toscano Filippo Berio ólífu olía
  • 1 msk hvítvínsedik
  • 2 msk hunang
  • 2 msk dijon sinnep
  • 1 – 2 hvítlauksgeirar (1 ef stór, 2 ef litlir)
  • 2 – 3 msk majónes
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Skerið kjúklinginn, paprikuna, gúrkuna, vínberin og tómatana niður og setjið í stóra skál (ekki sömu skál og þið ætlið að bera matinn fram í) með elduðu pastanu, setjið ólífurnar út á líka og blandið öllu svolítið saman.
  3. Setjið öll innihaldsefnin fyrir dressinguna saman í blandara, byrjið á að setja hóflegt magn af salti og pipar. Blandið saman og smakkið til með meira af salti og pipar.
  4. Hellið sósunni út á skálina með pastanu í og blandið öllu saman. Hellið öllu í fallega skál og rífið parmesan ost yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Bragðmikið og fljótlegt pastasalat

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5