Linda Ben

Pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

Recipe by
40 mín
Cook: 20 mín | Servings: Unnið í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Mamma er orðin þekkt fyrir þennan brauðrétt. Í veislum þar sem þessi brauðréttur er borinn fram, þá hikar fólk ekki við það að hópast strax í röð til þess að næla sér í brauðréttinn og er hann yfirleitt sá fyrsti til að klárast af þeim réttum sem eru bornir fram.

Þessi uppskrift miðast við 2 stór eldföst mót. Í seinustu veislu ákváðum við að gera 4 eldföst mót fyrir 40 manna veislu, í þeirri veislu voru fleiri brauðréttir í boði, heitir, mjúkir kanilsnúðar og kökur.

Kryddostarnir frá Örnu mjólkurvörum henta fullkomlega í þennan rétt, sérstaklega sá sem er með beikon og papriku kryddinu. Kryddostarnir frá Örnu mjólkurvörum eru þéttir og góðir kaldir, þægilegt að rífa þá niður og þeir bráðna dásamlega.

Kryddostarnir frá Örnu mjólkurvörum eru að sjálfsögðu laktósa fríir eins og allar aðrar vörur frá þeim, það er því hægt að gera þennan rétt 100% laktósa frían með því að nota rjómann og rifnu ostana frá þeim líka.

pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

Pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

  • 1 bréf pepperóní
  • 2-3 beikon sneiðar (má sleppa)
  • ½ blaðlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 10 sveppir
  • 16 brauðsneiðar
  • 10 sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl svartar ólífur má sleppa
  • 600 ml Rjómi frá Örnu
  • 1 stk kryddostur frá Örnu mjólkurvörum með beikoni og papriku
  • 1 stk kryddostur frá Örnu mjólkurvörum með hvítlauk eða svörtum pipar
  • Rifinn ostur frá Örnu mjólkurvörum

Aðferð:

  1. Steikið beikonið þar til það er stökkt og gott, takið af pönnunni og skerið það í litla bita.
  2. Steikið blaðlauk og sveppi saman á pönnu, bætið pepperóníinu og hvítlauk á pönnuna og steikið létt.
  3. Skerið brauðið í teninga og raðið þeim í tvö eldföst mót, hellið blöndunni af pönnunni yfir brauðið. Skerið sólþurrkaða tómata og bætið út á ásamt ólífum og beikoninu.
  4. Skerið kryddostana niður í bita og setjið í pott ásamt rjómanum, hitið þar til allt hefur bráðnað saman. Hellið rjómanum yfir blönduna í eldföstu mótunum og dreifið svo rifna ostinum yfir.
  5. Hér er hægt að geyma réttina yfir nótt, pakkið þeim vel inn í plastfilmu og geymið inn í ísskáp.
  6. Kveikið á ofninum, stillið á 180ºC, bakið inn í ofni í u.þb. 20 mín eða þar til osturinn fer að verða gullin brúnn. Fallegt að setja smá svartan pipar yfir þegar rétturinn kemur úr ofninum, berið strax fram.

pepperóní brauðrétturinn hennar mömmu

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

2 Reviews

  1. Ragnhildur Hannesdóttir

    Fékk þennan rétt í veislu um helgina, algjörlega frábær 🙂

  2. Linda

    Frábært, gaman að heyra það! 🙂

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5