Peru burrata salat er ferskt, litrríkt og ljúffengt kjúklingasalat.
Salatið saman stendur af íslensku babyleaf salati (sem líkist smá spínati en er mikið betra, ef þið hafið ekki smakkað), íslensku klettasalati, gilluðum kjúkling, grilluðum perum, tómötum, burrata, sprettum og furuhnetum. Salatið er svo gert ennþá betra með einfaldri og góðri sítrónudressingu og balsamik gljáa.
Sprettur (eða spírur eins og þær eru kallaðar líka) eru í miklu uppáhaldi hjá mér og set ég þær ofan á flest sem ég borða. Til dæmis ofan á eggin, á samlokuna, í smoothi-inn, á súpur, á pizzur og á kjötið. Þær eru svakalega næringarríkar og hef ég lesið að þær styrkji ónæmiskerfið og því er virkilega gott að borða þær þegar flensur eru að ganga. Sprettur eru afar vítamín og trefjaríkar en það sem kom mér mest á óvart var hversu próteinríkar þær eru.
Ég hef verið að nota vörurnar frá Vaxa í mörg ár og er ég ótrúlega hrifin af þeim.
Vaxa er ótrúlega flott íslenskt fyrirtæki sem ég er svo stollt af vera að vinna með. Það sérhæfir sig í að rækta ferskt, næringarríkt, gæða grænmeti í hreinu umhverfi án varnar- og eiturefna. Það er því engin þörf á að skola grænmetið áður en maður borðar það.
Ræktunarstöð Vaxa er á höfuðborgarsvæðinu og því stuttur akstur með vörurnar í margar búðir á höfuðborgarsvæðinu og því kolefnisfótspor varanna lítið. Það þýðir líka að vörunar sem við erum að kaupa í búðunum eru eins ferskar og þær gerast. Þær endast því lengur þegar heim er komið og eru næringarríkari.
Vaxa ræktar plötunar sínar í vatni sem gerir það að verkum að það þarf allt að 93% minna vatn til að rækta plöntunar miðað við hefðbundna ræktun. Vaxa leggur líka upp úr því að hafa skammtastærðirnar réttar í pökkunum og minnka þar með matarsóun.
Þú finnur Vaxa í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup.
Peru burrata salat
- 600 g kjúklingalæri
- Kjúklingakryddblanda
- 4 perur
- 1 msk ólífu olía
- Salt
- 50 g Babyleaf salat frá Vaxa
- 30 g Klettasalat frá Vaxa
- 180 g litlir tómatar
- 2 stk burrrata
- 30 g sprettur – sólblóma og radísusprettur frá Vaxa
- 30 g furuhnetur
- Sítrónu salatdressing (uppskrift hér fyrir neðan)
- Balsamik edik
Sítrónu salatdressing
- 50 ml ólífu olía
- 1 msk hvítvínsedik
- Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
- Salt og pipar
Aðferð:
- Kryddið kjúklinginn vel og grillið hann á meðal hita þar til hann er eldaður í gegn. Ef þið viljið þá er líka hægt að steikja hann á pönnu.
- Á meðan kjúklingurinn grillast, flysjið perurnar, skerið perurnar og kjarnhreinsið. Penslið þær með ólífu olíu og saltið. Grillið á vægum hita í u.þ.b. 5-7 mín eða þar til falleg grillrönd hefur myndast á þeim (hreyfið þær sem allra minnst á grillinu á meðan röndin er að myndast). Ef þið viljið þá er líka hægt að steikja þær á grillpönnu.
- Raðið babyleaf og klettasalatinu á disk. Skerið tómatana í helminga og raðið á diskinn.
- Útbúið dressinguna með því að setja öll innihaldsefnin í dressinguna saman í krukku og hrissta saman. Dreifið yfir salatið.
- Skerið kjúklinginn niður í bita og dreifið yfir salatið ásamt grilluðu perunum.
- Opnið burrata ostana og setjið á salatið.
- Sprautið balsamik ediki yfir og dreifið sprettum og furuhnetum yfir salatið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar