Þessi piparmyntu-pralín brownie er eins og biti af hamingju í hverjum munnbita. Djúpt súkkulaðibragð, mjúk og seig brownie kakan með svo guðdómlegu lagi af Síríus piparmyntu-pralín – útkoman er algjörlega ómótstæðileg!
Fullkomin með kaffinu, sem eftirréttur til að taka með í matarboðið eða einfaldlega sem „treat“ þegar þig langar í eitthvað extra gott.
Það er gott að gera þessa köku daginn áður þar sem hún er best daginn eftir. Hún hentar því þeim vel sem vilja vinna sér í haginn og baka daginn fyrir veislu/matarboð/eða hvað sem er.
Piparmytu pralín brownie
- 200 g smjör
- 300 g Siríus suðusúkkulaði
- 300 g sykur
- 4 egg
- 60 g hveiti
- 40 g kakóduft
- 400 g Siríus piparmyntu Pralín
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.
- Bræðið smjör og suðusúkkulaði gætilega saman í potti. Bætið sykrinum út i.
- Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós.
- Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman vid eggin og hrærið rólega á meðan.
- Blandið saman hveiti og kakó og hrærið saman við súkkulaðiblönduna.
- Smyrjið form sem er 24×24 cm ad stærð (eda álíka stórt), hellið helmingnum af deiginu í formið, leggð Pralínsúkkulaði heilt yfir þannig að það þeki deigið, hellið afganginum af deiginu yfir.
- Bakið í u.þ.b. 35 min. Látið kökuna standa í um 2 klst (eða yfir nótt) við stofuhita áður en hún er skorin.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: