Póló ísterta.
Þessi Póló ísterta er sumar í hverjum bita! ❤️ Mjúkur súkkulaðikökubotn, rjóma vanilluís og brakandi kókoskexi – toppað með þeyttum rjóma, ferskum jarðaberjum og meira af Póló kexinu. Bragðið er fullkomið jafnvægi milli sætu, rjómakennds og stökkra bita.
Þó hún líti út fyrir að vera „bakara-meistaraverk“ er hún ótrúlega einföld í gerð – Ljúffenga súkkulaðikökuþurrefnablandan mín (fæst í Krónunni & Hagkaup) og Póló kexið gera alla vinnuna fyrir þig.
Fullkomin eftirréttur í matarboðið eða þegar þú vilt gera eitthvað sérstakt án þess að eyða heilum degi í eldhúsinu. Þetta er terta sem hverfur af diskunum á núll einni! ✨
Póló ísterta
Súkkulaðikökubotn
- 1/2 pakki (250 g) Ljúffeng súkkulaðikökuþurrefnablanda frá Lindu Ben
- 2 egg
- 75 g smjör / bragðlítil olía
- 1/2 dl vatn
Ísterta
- 1 1/2 l vanilluís
- 300 g Frón Póló kókoskex með hjúp
- 200 ml rjómi
- Jarðaber til skrauts
Aðferð:
- Súkkulaðibotn: Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita. Hrærið saman þurrefnablönduna, egg, smjör/olíu og vatn. Hellið í 25 × 25 cm form og bakið í 17–20 mínútur. Kælið kökuna.
- Klæðið 25 × 12 cm form (eða álíka stórt) með plastfilmu. Skerið kökubotninn í helminga og setjið annan botninn ofan í formið. Klæðið hinn kökubotninn í plastfilmu og geymið í frysti þar til seinna.
- Myljið 1/4 af Póló kexinu yfir kökubotninn með höndunum. Setjið helminginn af ísnum yfir og sléttið úr. Myljið annan 1/4 af kexinu yfir og setjið restina af ísnum ofan á. Sléttið úr og myljið 1/4 af kexinu yfir. Setjið í frysti í a.m.k. 2–3 klst., en það má vera lengur.
- Þeytið rjómann. Takið ískökuna úr forminu og setjið á fallegan disk, með kökubotninn niður. Skreytið með þeyttum rjóma, myldu Póló kexi og jarðaberjum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar