Pönnukökur án mjólkur og eggja (og eru því vegan) með jógúrti og sykurlausri berjasultu.
Það er svo auðvelt að breyta pönnukökublöndunni minni í vegan pönukökur. Ég set aðeins meira af olíu og set bláa hafrajógúrtið frá Veru í staðin fyrir mjólk í örlítið meira magni einnig. Eggið er óþarft og bara hægt að sleppa því þegar maður eykur hina þættina á móti. Blláa hafrajógúrtið frá Veru hefur reynst mér afskaplega vel í allan vegan bakstur og nota ég þetta hafrajógúrt mjög mikið.
Það er alltaf gaman að prófa sig áfram með pönnuköku “meðlætið” en ég hef verið að vinna með jógúrt, heimatilbúna og holla berjasultu ásamt ferskum berjum undanfarið. Máltíðin er meira nærandi og mettandi þannig. Hafrajógúrtið að grískum hætti með hindberjunum og sítrónu er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Áferðin er rjómkennd, svolítið þykk og silkimjúk. Bragðið er einnig dásamlega gott, fersk og létt hafrajógúrt.
Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er pönnukökublandan alveg aukaefnalaus og dásamlega góð. Pönnukökurnar eru þykkar og góðar.
Pönnukökur án mjólkur og eggja (vegan) með jógúrti og sykurlausri berjasultu
- Ljúffengar pönnukökur blanda frá Lindu Ben
- 1 dl brædd kókosolía
- 350 ml Hafrajógúrt með vanillu og kókos frá Veru Örnudóttir
Til hliðar:
- Hafrajógúrt að grískum hætti með hindberjum og sítrónu frá Veru Örnudóttir
- 100 g frosin ber
- 1 msk chia fræ
- Fersk ber
Aðferð:
- Sejtið pönnukökublönduna í skál ásamt bræddri kókosolíu og hafrajógúrti, blandið saman og steikið 1 dl á pönnu í einu á báðum hliðum.
- Setjið frosin ber í pott ásamt chia fræjum og hitið rólega á vægum hita þar til berin hafa afþyðnað og blandan þykknað.
- Berið fram pönnukökurnar með hafrajógúrti að grískum hætti, berjasutlunni og ferskum berjum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar