Linda Ben

Pottabrauð úr 4 innihaldsefnum sem þarf ekki að hnoða

Recipe by
20 tímar
Prep: 10 mín | Cook: 45 mín

Þetta er mjög einfalt brauð sem allir eiga að geta gert. Það þarf ekkert að hnoða eða vesenast, bara að blanda öllum innihaldsefnum saman og láta svo tímann vinna með sér.

Pottabrauð sem þarf ekki að hnoða

Pottabrauð sem þarf ekki að hnoða

Pottabrauð sem þarf ekki að hnoða

Skorpan er stökk og bragðmikil. Brauðið er svo mjúkt og loftmikið að innan.

Pottabrauð sem þarf ekki að hnoða

Ég rakst á þessa uppskrift á vef NY Times og vegna þess hve stórkostleg hún er varð ég að deila henni með ykkur.

Pottabrauð sem þarf ekki að hnoða

Pottabrauð úr 4 innihaldsefnum sem þarf ekki að hnoða:

  • 7 dl hveiti
  • ¼ tsk þurrger
  • 1 ¼ tsk salt
  • 3 ¾ dl vatn
  • Maísmjöl
  • Steypujárns pottur

Aðferð:

  1. Blandið saman hveiti, þurrgeri og salti.
  2. Hellið 3 dl af vatni út á og blandið saman. Bætið seinasta desílíternum varlega saman við. Deigið á að vera mjög klístrað. Blandið innihaldsefnum saman þangað til allt hefur samlagast en ekki hnoða deigið. Setjið deigið í smurða skál og setjið plastfilmu yfir.
  3. Látið deigið hefast við stofuhita í 12-18 tíma.
  4. Dreifið hveiti á borðið og setjið deigið á það. Búið til kúlu úr deiginu.
  5. Takið hreina tusku eða viskustykki og setjið maísmjöl á tuskuna. Setjið deigið á tuskuna og vefjið því inn. Látið deigið hefast aftur í tvo tíma.
  6. Stillið ofninn á 230ºC og setjið pottinn inn í ofninn á sama tíma, hafi lokið með inní ofninum, hliðin á pottinum, en ekki loka pottinum.
  7. Þegar ofninn hefur náð hitastigi, setjiði deigið í pottinn og lokið pottinum. Bakið í 30 mín. Takið lokið af pottinum og haldið áfram að baka í 15 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Pottabrauð sem þarf ekki að hnoða

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5