Linda Ben

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti

Recipe by
35 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti eru bragðgóðar og hollar bollur. Þær eru seðjandi og nærandi á sama tíma.

Þessar bollur eru fullkomnar sem nesti og líka til að eiga tilbúnar inn í ísskáp til að grípa í. Þær eru góðar einar og sér þar sem þær innihalda skinku og ost en það er líka mjög gott að skera þær þvert í helming, hita örsnöggt í örbylgju og smyrja með smjöri.

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti

  • 400 ml grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 4 egg
  • 200 g hveiti
  • 40 g möluð hörfræ (setjið hörfræ í blandara til að mala þau)
  • 1 tsk hvítlaukskrydd
  • 1 tsk oreganó
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 150 g skinka
  • u.þ.b. 30 g spínat eða baby leaf
  • 230 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum (skipt í tvo hluta, notað á 2 stöðum í uppskriftinni)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Hrærið saman grísku jógúrti og eggjum í stóra skál.
  3. Bætið hveiti, möluðum hörfræjum, hvítlaukskryddi, lyftidufti og salti út í og hrærið saman við.
  4. Skerið niður skinku og spínatið í litla bita og hætið út í deigið ásamt 150 g af rifna mozzarella ostinum, hrærið saman.
  5. Setjið smjörpappír á ofnplötu og setjið u.þ.b. 1 kúfaða msk af deigi á plötuna til að gera eina bollu, passið að hafa gott bil á milli bollana á plötunni þar sem þær stækka mikið í ofninum. Dreifið það sem eftir er af rifna ostinum yfir bollurnar og bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til toppurinn á bollunum er byrjaður að brúnast.
  6. Kælið bollurnar og berið fram einar og sér, með smjöri eða öðru áleggi.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5