Próteinríkar ostakökudöðlur.
Strangt til orðatekið eru þetta alls engar ostakökudöðlur þar sem það er enginn ostur í þeim, en bragðið af þeim líkist bara svo mikið ostaköku að það var bara ekki annað hægt en að kalla þær ostaköku döðlur.
Þær eru nefninlega fylltar með grísku jógúrti, próteini og hindberjum. Svo eru þær skreyttar með dökku súkkulaði og pistasíuhnetum til að gefa smá stökka áferð.
Ég mæli með að gera stóran skammt af þessum og geyma í frysti. Taka svo út nokkrar í einu og njóta þeirra þegar þær hafa aðeins náð að afþyðna.
Próteinríkar ostakökudöðlur
- 200 g grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
- 1 skammtur vsnilluprótein
- 50 g frosin hindber (mulin)
- Ferskar og mjúkar döðlur
- 100 g dökkt súkkulaði
- 50 g pistasíuhnetur
Aðferð:
- Setjið grískt jógúrt í skál ásamt vanillupróteini og hræriið saman.
- Brjótið frosin hindber í litla bita og bætið út í jógúrtblönduna, hrærið saman við.
- Opnið döðlurnar og fjarlægið steinin, fyllið döðlurnar vel af jógúrtblöndunni.
- Bræðið dökka súkkulaðið og saxið pistasíuhneturnar smátt niður. Dreifið súkkulaði fyrst yfir döðlurnar og svo pistasíuhetum. Setjið í frysti.
- Takið úr frysti með smá fyrirvara, u.þ.b. 5 mín áður en þær eru borðaðar.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar