Linda Ben

Pulled “pork” taco með ananas salsa

Anamma Pulled Vego BBQ bragðast alveg ótrúlega vel! Áferðin er alveg rosalega lík venjulegu kjöti, það vel að þegar ég var byrjuð að borða, varð ég fyrir smá sjokki og tók umbúðirnar upp úr ruslinu til þess að lesa á þær vegna þess að ég hreinlega trúði því ekki að það sem ég væri að borða væri ekki úr kjöti!

vegan pulled pork taco með ananas salsa

Það er ótrúlegt hvernig þeir sem framleiða þetta vegan kjöt fara að því að búa til þetta góða bragð og áferð sem er í alvörunni eins og ekta kjöt! Þeir eiga skilið verðlaun ef þú spyrð mig!

Anamma vegan pulled pork taco með ananas salsa

Fyrir ykkur sem takið mig ekki trúanlega megið vita að við fjölskyldan leyfðum rafvirkjunum sem voru að vinna í húsinu okkar (fyrir þá sem ekki vita þá erum við fjölskyldan að byggja okkur hús frá grunni) að smakka, og þeir voru jafn hissa og við!

vegan pulled pork taco

Rafvirkjarnir komu með samt eina mjög góða spurningu sem ég ætla að deila með ykkur. Hvers vegna ætti fólk sem er ekki vegan að borða eitthvað sem smakkast alveg eins og kjöt þegar þú getur keypt þér kjöt út í búð? Fyrir því eru fjölmargar ástæður en fyrir mitt leiti er svarið að það er mikið umhverfisvænna að borða vegan mat. Svo ef það er hægt að fá virkilega bragðgóðan og gómsætan vegan mat, afhverju í ósköpunum ætti maður þá ekki að velja hann fram yfir kjöt og vernda jörðina okkar í leiðinni? 🙂 Það er líka alveg virkilega auðvelt að elda þetta, tekur mjög stutta stund í staðin fyrir að alvöru pulled pork tekur marga klukkutíma.

vegan pulled pork taco með ananas salsa

Það er að sjálfsögðu hægt að gera hefðbundinn pulled “pork” borgara úr Anamma Pulled Vego BBQ en þar sem ég er tiltölulega nýbúin að setja þannig uppskrift hér á bloggið langaði mér að prófa eitthvað nýtt. Set samt linkinn af uppskriftinni hér og þið skiptið bara út kjötinu í uppskriftinni.

Pulled “pork” taco með ananas salsa

  • Anamma Pulled Vego BBQ
  • Vefjur
  • 1 dl vegan bbq sósa
  • 1 lítill ananas
  • 1 rauð paprika
  • ½ rauðlaukur
  • 1 lúka ferskt kóríander
  • safi úr ½ lime
  • 3 msk vegan majónes
  • 1 msk sriracha sósa
  • 1 tsk karrý

Aðferð:

  1. Setjið Anamma Pulled Vego BBQ í pott ásamt bbq sósu og hitið á meðal hita, hrærið reglulega en varlega í pottinum.
  2. Á meðan það er að hitna í pottinum, útbúið þá salsað. Ananasinn er flysjaður og kjarnhreinsaður, kjötið er svo skorið í litla bita. Skerið paprikuna, rauðlaukinn og kóríanderið smátt niður, blandið saman í skál og kreystið hálfa lime yfir.
  3. Til að gera sósuna þá blandiði saman vegan majónesi, sriracha sósu og karrý í skál.
  4. Raðið svo Pulled Vego BBQ á vefjuna ásamt ananas salsanu og sósunni, skreytið með kóríanderlaufum og lime sneiðum.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

vegan pulled pork taco með ananas salsa

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5