Hérr höfum við dásamlega góðar beyglur sem þú átt alveg örugglega eftir að elska. Ég er allavega búin að vera með algjört æði fyrir þessu og ég mæli svo mikið með að smakka.
Pumpkin spice beyglurnar eru á bragðið eins og haustið, fullkomnar með góðum kaffibolla. Það er rosalega gott að borða þær einfaldlega með smjör og osti eða klassískum rjómaosti. Í uppáhaldi hjá mér er samt að bera þær fram með piparkökurjómaosti.
Piparkökurjómaosturinn er kryddaður með sömu kryddum og piparkökur eru kryddaðar með. Osturinn passar alveg dásamlega með pumpkin spice beyglunum, pekanhnetum og hunangi.
Pumpkin spice beyglur með piparkökukrydduðum rjómaosti
- Pumkpin spice beyglur frá Manhattan
- Piparrkökurjómaostur (uppskrift hér fyrrir neðan)
- Pekanhnetur
- Hunang
Piparkökurjómaostur
- 200 g rjómaostur
- 1 tsk kanill
- 1/4 tsk múskat
- 1/4 tsk negull
- 1/4 tsk engiferkrydd
- 1 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Setjið rjómaost í skál ásamt kryddunum og blandið saman, setjið í fallegt ílát.
- Ristið beyglurnar.
- Skerið niður pekanhentur.
- Smyrjið beyglurnar með frekar þykku lagi af rjómaostinum, setjið pekanhnetur yfir og toppið með svolítið af hunangi.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar