Linda Ben

Rice krispies súkkulaði kranskakaka

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 50 manns

Rice krispies súkkulaði kranskakaka. Í alltof langan tíma hefur mér langað að deila kransakökuuppskrift með ykkur og fékk ég loksins tækifæri til að smella í slíka un daginn.

Kranskakakan er einstaklega bragðgóð, rík af súkkulaðibragði, akkúrat rétt djúsí og glæsileg á veisluborðið.

Það er upplagt að gera hringina fyrir kransakökuna með góðum fyrirvara þar sem þeir eru geymdir í frysti áður en maður setur kökuna saman. Eftir er að kakan er samsett er best að geyma hana í kæli og geymist þar alveg í nokkra daga.

Ég byrja á því að búa til “deigið” fyrir ytri og innsta hringinn og á meðan þeir eru að harðna inn í fyrsti útbý ég “deigið” fyrir miðju hringina.

Mér finnst best að skipta öllu deiginu gróflega á milli hringanna áður en ég móta þá fullkomlega svo ég sé nú ekki að eyða rosa orku í að gera fallegan hring með of miklu eða of litlu deigi, þannig næ ég þeim líka öllum álíka stórum. Það er líka gott að hafa það í huga þegar maður gerir kransaköku, að það er alveg óþarfi að missa sig í einhverri fullkomnunaráráttu, það gerir ekkert til þó svo að einn hringur sé örlítið “efnisminni” en annar, á meðan þeir eru nokkuð sléttir þá verður kakan bein og glæsileg, sem skiptir mestu máli.

Rice krispies súkkulaði kranskakaka

Rice krispies súkkulaði kranskakaka

Rice krispies súkkulaði kranskakaka

Rice krispies súkkulaði kranskakaka  Rice krispies súkkulaði kranskakaka

Rice krispies súkkulaði kranskakaka

  • 900 g Síríus suðusúkkulaði (+50 g)
  • 220 g smjör
  • 600 g síróp (í grænu dollunum)
  • 500 g Rice Krispies

Aðferð:

  1. Gott er að byrja á því að taka til í frystinum og vera viss um að það sé nóg pláss til að geta lagt öll kransakökuformin slétt inn í fyrstinn.
  2. Setjð 145 g smjör smjör og 400 g síróp í pott og hitið rólega þar til smjörið hefur bráðnað saman við, slökkvið undir pottinum. Setjið þá 600 g suðusúkkuði út í pottinn og hrærið saman við þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
  3. Setjið 330 g Rice krispies í skál og hellið súkkulaðiblöndunni út í skálina, veltið öllu saman þar til súkkulaðið hefur hjúpað Rice krispiesið.
  4. Leggið plastfilmu yfir öll kransakökuformin. Setjið Rice krispies blönduna á ysta hring og innsta hring formsins. Mér finnst best að fara í einnota hanska hér og skipta blöndunni nokkuð gróflega á milli allra hringanna. Þegar ég er búin að skipta blöndunni u.þ.b. rétt á milli þá byrja ég að gera hringina fallega. Pressa þá blöndunni niður í hringina og mynda nokkuð fallega og kúfaða hringi. Stundum þarf ég að taka af einum hring sem er með of miklu efni og færa yfir á annan hring sem er ekki með eins mikið efni til að ná þeim öllum álíka þykkum. Þegar ég hef gert þá alla jafn þykka, legg ég smjörpappír yfir og pressa þá létt með skurðabretti til að þeir séu allir jafn sléttir. Passið bara að fara varlega því við viljum ekki klessa þá um of niður. Setjið svo formin strax í frysti.
  5. Á meðan hringirnir eru að kólna gerum við blönduna fyrir miðju hringina. Gerið þá skref nr.2 og 3. aftur nema setjið núna 75 g smjör, 200 g síróp, 300 g súkkulaði og 170 g Rice Krispies.
  6. Takið tilbúnu frosnu kransakökuhringina af formunum og geymið í frysti án formanna. Ég er með frystikistu heima og mér finnst gott að setja alla hringina á smjörpappírsklædda ofnskúffu og raða hringunum á hana með smjörpappír á milli hvers hrings. Svo set ég plastfilmu yfir.
  7. Klæðið aftur kransakökufromin með plastfilmu og gerið núna miðju hringina eins og í skrefi 4. Geymið í frysti þar til þið eruð tilbúin að setja kökuna saman.
  8. Takið hringina alla í frysti og raðíð í stærðarröð á borð.
  9. Bræðið örlítið suðusúkkulaði og setjið á kökudisk undir stærsta hringinn svo hann festist á kökudiskinn. Setjið svo örlítið brætt súkkulaði á stærsta hringinn og næsta stærsta ofan á hann, endurtakið svo þar til öllum hringjunum hefur verið staflað saman í stærðarröð frá þeim stærsta og minnsti efst. Passið að taka eitt skref reglulega frá á meðan þið eruð að stafna turninn til að sjá hvort hann sé ekki alveg örugglega beinn frá öllum hliðum.
  10. Skreytið kransakökuna eins og ykkur þykir fallegt. Ég skreytti mína með þurrkuðum ananassneiðun sem þið getið skoðað hér.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Rice krispies súkkulaði kranskakaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5