Linda Ben

Risarækjur í hvítvínsrjómaostasósu

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: 3 manns

Risarækjur í hvítvínsrjómaostasósu.

Þessi réttur er hrein veitingahúsastemning heima. Ljúffengar risarækjur í silkimjúkri hvítvínsrjómaostasósu með sítrónu, hunangssinnepi og ferskum kryddjurtum. Sósan er rík og bragðmikil án þess að vera þung, fullkomin til að dýfa góðu baguette í og njóta með glasi af fersku Chardonnay hvítvínsglasi.

Philadelphia rjómaosturinn gefur sósunni þessa lúxus-áferð sem gerir réttinn extra sérstakan, á meðan hvítvínið og sítrónan halda honum ferskum og léttum. Þetta er svona réttur sem hentar jafnt sem forréttur fyrir nokkra aðila, eða sem léttur aðalréttur.

Risarækjur í hvítvínsrjómasósu

Risarækjur í hvítvínsrjómasósu

Risarækjur í hvítvínsrjómasósu

Risarækjur í hvítvínsrjómasósu

Risarækjur í hvítvínsrjómasósu

Risarækjur í hvítvínsrjómaostasósu

  • 700 g risarækjur
  • Salt og pipar
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 200 g Philadelphia rjómaostur
  • 2 dl Adobe Chardonnay hvítvín
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 msk hunangssinnep
  • 15 g steinselja
  • 15 g kóríander
  • Parmesan
  • Baguette

Aðferð:

  1. Steikið rækjurnar upp úr salti og pipar, ef það kemur mikill vökvi af rækjunum, hellið honum þá af pönnunni.
  2. Rífið hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt.
  3. Bætið rjómaostinum og hvítvíninu út á pönnuna og hrærið öllu saman þar til rjómaosturinn hefur bráðnað. Bætið sítrónusafaum út á pönnuna ásamt hunangssinnepinu og leyfið öllu að malla svolítið. Bætið við meira af salti og pipar.
  4. Saxið kóríander og steinselju og blandið saman við.
  5. Berið fram með baguette brauði og rífið parmesan yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Fylgstu með á Patreon!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Risarækjur í hvítvínsrjómasósu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5