Linda Ben

Risarækjur með grænmeti og hrísgrjónum í asískri hnetusósu

Recipe by
40 mín
Prep: 20 mín | Cook: 20 mín | Servings: 3 manns

Ég held að við getum flest verið sammála um að risarækjur eru alveg hrikalega góðar! Klárlega ein uppáhalds sjávarafurðin mín. Það er líka hægt að gera svo margt mismunandi með risarækjum og það verður allt svo hrikalega gott!

Þessi risarækjuréttur er stútfullur af hollu grænmeti en það er aðaluppistaðan í þessum rétti, risarækjurnar eru svo bara rétt til að gleðja bragðlaukana frekar. Ef þið viljið þá er þess vegna hægt að sleppa rækjunum og vera þá með góðan grænmetisrétt.

_MG_8856

_MG_8861

_MG_8859

_MG_8864

_MG_8887

Ég nota alltaf brún hrísgrjón, en ef þið viljið frekar nota hvít þá gerið þið það að sjálfsögðu. Hægt er líka að leika sér svolítið með grænmetið í þessari uppskrift, endilega notið það sem þið eigið til í ísskápnum eða það sem er ferskast í búðinni hverju sinni.

_MG_8888

Risarækjur með grænmeti og hrísgrjónum í asískri hnetusósu

  • 2,5 dl brún hrísgrjón
  • um það bil 10 risarækjur
  • 2 msk olía
  • ¼ tsk chilli flögur
  • 1 hvítlauksgeiri
  • pipar og salt
  • 1 stór rauð paprika
  • 3 gulrætur
  • 1 lítill laukur
  • u.þ.b. 8 sveppir
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1 msk fiskisósa
  • 1 tsk engiferduft
  • 2 tsk púðursykur
  • 1 dl lime safi
  • 1 msk soja sósa
  • ferskt chilli
  • kóríander

Aðferð:

  1. Leggið risarækjurnar í skál, hellið olíunni yfir rækjurnar og kryddið með chilli flögum, pressið hvítlauksgeira yfir og kryddið með salt og pipar. Hrærið örlítið saman. Látið marinerast á meðan grænmetið og hrísgrjónin eru útbúin.
  2. Setjið hrísgrjón í pott og sjóðið í 5 dl vatni.
  3. Skerið niður gulrætur, lauk og sveppi og steikið upp úr olíu á pönnu þangað til það er byrjað að mýkjast og mesti vökvinn úr sveppunum hefur gufað upp.
  4. Hellið kókosmjólkinni út á, bætið út í hnetusmjöri, fiskisósu, engiferdufti og púðursykrinum og hrærið saman við
  5. Bætið lime safa og soja sósu útí eftir smekk.
  6. Steikið risarækjurnar á pönnu í 2 mín á hvorri hlið við meðal hita.
  7. Raðið saman hrísgrjónum, grænmeti og risarækjum á hvern disk.
  8. Skerið niður ferskt chillí og notið til þess að skreyta réttinn ásamt ferska kóríanderinu.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Fylgistu með á Instagram!

_MG_8881

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5