Rjómalagað bleikju penne pasta er ótrúlega bragðmikill og góður pastaréttur þar sem unaðsleg rjómasósan og vel kryddaða bleikjan ræður ríkjum.
Ferskur og góður réttur stútfullur af litríkri hollustu sem gleðja bragðlaukana. Það besta er að það tekur aðeins 20 mín að setja þennann rétt saman.
Rjómalagað bleikju penne pasta
- 250 g penne pasta
- 700 g bleikja
- Sítrónupipar & salt
- 1 lítill laukur
- 3 hvítlauksgeirar
- 3 stilkar vorlaukar
- 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
- 250 g litlir tómatar
- 100 g babyleaf eða spínat
- 1/2 stk paprikukrydd
- 1 tsk oreganó
- 1/2 tsk timjan
- 1/2 tsk chili kryddflögur
- Börkur af 1 sítrónu og safi
Aðferð:
- Setjið vatn í pott og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
- Skerið bleikjuna í minni bita og kryddið vel með sítrónupipar og salti. Steikjið bleikjuna á pönnu þar til hún er elduð í 80% gegn og setjið hana svo á disk og geymið.
- Á sömu pönnu steikjiði smátt skorinn lauk, hvítlauk, vorlauk og litla tómata. Hellið rjómanum út á pönnuna og bætið babyleaf salatinu á pönnuna ásamt kryddunum. Leyfið öllu að malla saman þar til pastað er fullsoðið. Hellið vatninu þá af pastanu og bætið því út í sósuna.
- Setjið bleikjuna ofan í pastaréttinn og leyfið henni að fulleldast ofan á sósunni. Rífið sítrónubörk yfir og setjið smá sítrónusafa líka ef þið viljið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: