Linda Ben

Rjómalagað hvítlauks pasta með portobello sveppum og kjúkling

Recipe by
30 mín
| Servings: 4 manns

Æðislega gott og einfalt rjóma hvítlauks pasta sem bræðir hjörtu. Öll hráefnin í þessari uppskrift passa svo leikandi vel saman og dekra við bragðlaukana.

Heilhveiti pastað frá Garofalo spilar stórt hlutverk í því hversu góður þessi réttur er en pastað er í hæsta gæðaflokki. Ég mæli alltaf með heilhveiti pasta þar sem það er heilsusamlegra og að mínu mati betra.

Rjómalagað hvítlauks pasta með portobello sveppum og kjúkling, uppskrift:

  • 250 g pasta
  • 2 kjúklingabringur
  • salt og pipar
  • 4 msk smjör
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 250 g sveppir
  • 1 tsk oregano
  • 250 ml rjómi
  • 150 ml kjúklingasoð (vatn og kjúklingakraftur)
  • fersk steinselja

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á poka
  2. Skerið kjúklingabringurnar í smáa bita, kryddið með salt og pipar og steikið á pönnu þangað til eldað í gegn.
  3. Takið kjúklinginn af pönnunni og geymið.
  4. Skerið hvítlauksgeirana smátt, bræðið 2 msk af smjöri á pönnunni og steikið hvítlaukinn létt.
  5. Skerið sveppina í sneiðar, bætið við smjöri á pönnuna og steikið sveppina.
  6. Hellið rjómanum og kjúklingasoðinu á pönnuna og kryddið með oregano, salt og pipar og sjóðið.
  7. Þegar pastað er orðið full eldað þá setjiði það út í sósuna og blandið saman.
  8. Skreytið með ferskri steinselju.

Hvítlauks pasta með portobello sveppum

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5