Rjómalagað tortellini á 15 mín með sólþurrkuðum tómötum og chili skinku.
Þetta er eldsnöggur pastaréttur sem er einfaldur í framkvæmd og svakalega bragðgóður. Chili skinkan gefur réttinum svolítinn hita sem kemur virkilega vel út.
Rjómalagað tortellini á 15 mín með sólþurrkuðum tómötum og chili skinku
- 500 g tortellini með ostafyllingu frá Barilla
- 1 laukur
- 4 hvítlauksgeirar
- 150 g sveppir
- 140 g chili skinka frá SS
- 280 g sólþurrkaðir tómtar
- 500 ml rjómi
- 1 tsk oreganó
- 1/2 tsk þurrkað basil
- 1/2 tsk þurrkað timjan
- Salt og pipar
- 100 g rifinn parmesan
- 50 g babyleaf eða spínat
- Fersk basilika (má sleppa)
Aðferð:
- Sejið vatn í pott og látið suðuna koma upp, sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum.
- Skerið laukinn niður ásamt sveppum, skinku og sólþurrkuðum tómötum, steikið á pönnu. Rífið hvítlaukinn út á pönnuna og steikið létt.
- Bætið rjómanum út á pönnuna ásamt kryddunum og baby leaf. Rífið parmesan út í sósuna og bræðið hann saman við.
- Bætið tortellini út í sósuna og blandið öllu saman, berið fram með fersku basil eff þið viljið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: