Linda Ben

Rjómaostakjúklingaréttur

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: 4 manns

Rjómaostakjúklingaréttur

Mjúk, djúp og létt sæt rjómaostasósa sem passar ótrúlega vel með kjúklingalærunum. Fullkominn réttur fyrir hversdags en á sama tíma bragðmikill og fallegur fyrir helgina.

Ég notaði prótein Philadelphia rjómaostinn sem ég alveg elska. Han er hærri í prótein innihaldi og lægri í fitu en sá klassíski, þrátt fyrir það er áferðin mjög rjómkennd og góð. Ég nota hann mikið hvort sem það er bara ofan á flatkökurnar með skinkunni eða einmitt í svona allskonar rétti. Ég setti hann meira að segja út í túnfiskasalat um daginn sem kom að mestu leyti í staðinn fyrir mæjónes, sem kom alveg ótrúlega vel út. Ég mæli svo mikið með að prófa.

Ég bar réttinn fram með hrísgjrónum og ofnbökuðum gulrótum en það er líka hægt að bera fram með pasta, ofsteiktum kartöflum, kartöflumús, hvítlaukssveppum eða fersku salati.

Rjómaostakjúklingaréttur

Rjómaostakjúklingaréttur

Rjómaostakjúklingaréttur

Rjómaostakjúklingaréttur

Rjómaostakjúklingaréttur

  • 850 g kjúklingalæri
  • 1 msk kjúklingakryddblanda
  • 1 msk steikingarolía
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 300 ml vatn
  • 2 tsk kjúklingakraftur (t.d. Oscar)
  • 400 g prótein Philadelphia rjómaostur
  • 1 msk hunangssinnep
  • 1-2 msk hindberjasulta
  • 2 tsk soja sósa
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1/4 tsk þurrkaðar chillí flögur (má sleppa)
  • 1 msk fersk steinselja

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Kryddið kjúklingalærin með kjúklingakryddblöndu og steikið upp úr olíu á báðum hliðum til að loka kjötinu. Setjið í eldfast mót og klárið að elda lærin inn í ofni þar til þau eru elduð í gegn.
  3. Rífið hvítlauksgeirana út á pönnuna, án þess að þrífa hana fyrst. Steikið létt og hellið svo vatninu út á pönnuna ásamt kjúklingakrafti. Bætið rjómaostinum, sinnepinu og sultunni út á pönnuna og hrærið öllu saman. Látið malla svolitla stund, osturinn mun bráðna saman við þegar þetta hefur náð að malla svolítið.
  4. Kryddið til með soja sósu, salt&pipar og chillí flögum.
  5. Setjið kjúklinginn ofan í sósuna þegar hann er eldaður í gegn, saxið smá ferska steinselju til að dreifa yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Rjómaostakjúklingaréttur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5