Safaríkar kjúklingarbringur með sýrðum rjóma eldaðar í eini pönnu í bragðmikilli léttri rjómasósu með meðlætinu.
Þetta er réttur sem er svo einfaldur að gera, tekur aðeins 25 mín að græja og slær í gegn hjá allri fjölskyldunni, þú munt vilja gera þennann rétt! 😘👌🏻
Sósan er létt rjómasósa með fersku kikki þar sem hún inniheldur bæði rjóma og sýrðan rjóma. Meðlætið er eldað í sósunni sem gerir það að verkum að það er einstaklega bragðmikið og eldamennskan einfaldari.
Ég er svo ótrúlega spennt og glöð að Arna Mjókurvörur er komin með sýrðan rjóma! Hann inniheldur 10% fitu en áferðin er svo mjúk, létt og rjómkennd. Ég hef verið að nota hann í allar sósur sem ég hef verið að gera undanfarið og fær hann fullt hús stiga frá mér. Algjörlega fullkomin í allar sósur, heitar eða kaldar!







Safaríkar kjúklingarbringur með sýrðum rjóma eldaðar í eini pönnu í bragðmikilli léttri rjómasósu með meðlætinu
- 3 kjúklingabringur
- Salt og pipar (bæði á kjúklinginn og í sósuna)
- 2 msk hveiti
- 2 msk steikingarolía
- 1/2 butternut grasker
- 1 laukur
- 4-5 hvítlauksgeirar
- 250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
- 250 ml vatn
- 1 kjúklingateningur
- 1 msk soja sósa
- 2 tsk eplaedik
- 360 g sýrður rjómi 10% frá Örnu mjólkurvörum (tvær dollur, ein til að setja í sósuna, hin til að bera fram með réttinum aukalega)
- 1 tsk oreganó
- 1/4 tsk paprikukrydd
- 1/4 tsk þurrkað chilí krydd
- 100 g Babyleaf spínat
Aðferð:
- Kryddið kjúklingabringurnar vel með salti og pipar, dreifið svo hveiti yfir þær. Gott er að nota eldhúspappír til að fá jafnt lag af hveiti á allar kjúklingabringurnar. Steikið á stórri pönnu upp úr olíu þar til fallega brúnuð húð hefur myndast (ekki eldaðar í gegn samt). Takið af pönnunni og geymið.
- Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnunni upp úr olíu.
- Flysjið graskerið og fjarlægið fræin, skerið í frekar litla teninga. Bætið út á pönnuna og steikið.
- Ríffið hvítlauksgeirana úr á pönnunna og steikið létt.
- Bætið rjómanum út á pönnuna ásamt vatni, kjúklingakrafti, sýrðum rjóma, soja sósu og epla ediki.
- Kryddið með oreganó, papriku, chilí, salti og pipar.
- Bætið baby leaf út á pönnunna ásamt kjúklingabringunum, leyfið kjúklingnum að malla í sósunni þar til þær eru eldaðar í gegn.
- Berið fram með smá auka sýrðum rjóma.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar









