Linda Ben

Safaríkur kjúklingur með sveppum og aspas í hvítvíns rjómasósu undir bræddum osti

 

Þessi safaríki kjúklingaréttur með sveppum og aspast í hvítvíns rjómasósu undir bræddum osti er alveg hrikalega góður!

Uppskriftin er copycat af einum vinsælasta rétti Cheesecake Factory: Creamy Chicken Madeira, sem ég efast ekki um að Íslendingar sem fara reglulega á þann veitingastað í Bandaríkjunum hafa smakkað.

Kjúklingur í hvítvínssósu með sveppum og aspas

Kjúklingur í hvítvínssósu með sveppum og aspas

Kjúklingur í hvítvínssósu með sveppum og aspas

Safaríkur kjúklingur með sveppum og aspas í hvítvíns rjómasósu undir bræddum osti

  • 3 kjúklingabringur
  • 1 lítið búnt ferskur aspas
  • Salt og pipar
  • 3 msk smjör
  • 250 g sveppir
  • 1 shallot laukur
  • 2 stórir hvítlaukar
  • 2 ½ dl hvítvín
  • 1 tsk nautakraftur
  • 2 dl vatn
  • 1 ½ dl rjómi
  • 2 dl rifinn mosarella ostur

Aðferð:

  1. Skerið sveppina niður í frekar stóra bita, steikið á pönnunni upp úr 1 msk af smjöri. Skerið laukinn smátt niður og bætið honum á pönnuna, steikið þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir og laukurinn glær. Skerið hvítlaukinn smátt niður og bætið honum á pönnuna, steikið létt. Takið af pönnunni, setjið á disk og geymið.
  2. Skerið kjúklingabringurnar þvert í helminga, kryddið með salt og pipar, setjið 2 msk af smjöri á pönnuna og steikið kjúklinginn á báðum hliðum, ca. 3-4 mín á hvorri hlið, eða þar til kjúkligurinn er eldaður í gegn. Takið kjúklinginn af pönnunni, setjið á disk og geymið.
  3. Hellið 2 ½ dl af hvítvíni á pönnuna, látið sjóða á pönnunni í u.þ.b. 4-5 mín, passið að hræra í pönnunni inn á milli svo ekkert festist í botninum. Bætið vatninu út á pönnuna ásamt nautakraftinum, látið sjóða aftur í 4-5 mín. Bætið því næst rjómanum út á pönnuna og sjóðið í u.þ.b. 2 mín eða þar til sósan fer að þykkjast. Smakkið til með salt og pipar.
  4. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Skolið aspasinn og takið harða endann af, setjið aspasinn ofan í pottinn og sjóðið í 2-3 mín.
  5. Kveikið á ofninum, stillið á grillið og 200°C.
  6. Setjið kjúklinginn, sveppina, laukinn og aspasinn í pönnuna, dreifið osti yfir, setjið pönnuna inn í ofn og bakið þar til osturinn hefur brúnast létt.

Kjúklingur í hvítvínssósu með sveppum og aspas

Fylgstu með á Instagram

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5