Kjúklingasalat er með því einfaldara og hollara til þess að setja saman í eldhúsinu. Stútfullt af vítamínum, steinefnum og próteinum. Annað sem kjúklingasalöt eiga sameiginlegt er að þetta eru oft fallegir réttir og skemmtilegt að bera fram í matarboðum eða saumaklúbbum.
Salat með grilluðum kjúkling, furuhnetum, vínberjum og fetaost kubbi
- 3 kjúklingabringur
- Bragðmikil kjúklingakryddblanda
- 250 g Salatblanda með rucola og spínati
- 2 dl rauð vínber
- ½ feta ost kubbur
- ½ dl ristaðar furuhnetur
- 1 dl extra virgin ólífu olía
- 3 msk balsamik edik
- 1 msk ferskt timjan
- 1 hvítlauksgeiri
- ½ tsk oreganó
- Salt og pipar
Aðferð:
- Setjið í skál ólífu olíu, balsamik edik, hvítlauksgeira, timjan, oreganó, salt og pipar. Blandið saman og leyfið að standa á meðan kjúklingurinn er eldaður.
- Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Kryddið kjúklinginn vel og steikið á riflaðari steikningarpönnu á hvorri hlið í u.þ.b. 4 mín eða þangað til fallegar línur myndast í bringurnar. Bakið þær svo áfram inn í ofni í u.þ.b. 10-15 mín eða þangað til þær eru fulleldaðar í gegn.
- Skerið vínberin í tvennt, brytjið fetaost kubbinn niður í bita og ristið furuhneturnar á heitri pönnu til þau eru orðin aðeins brún. Raðið svo á diska ásamt salatblöndunni.
- Skerið bringurnar niður og raðið á diskana, hrisstið vel í dressingunni og hellið yfir salatið.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Ykkar, Linda Ben