Linda Ben

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Recipe by
25 mín
Cook: Unnið i samstarfi við Vaxa | Servings: 4 manns

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar í smjörsósu með bökuðum tómötum.

Þetta er alveg dásamlega góður fiskréttur sem er algjör bragðsprengja. Mikið af hvítlauk, steinselju, dilli, sítrónu sem eru allt ofurfæðutegundir og alveg svakalega hollar fyrir okkur.

Þorskurinn er fyrst hjúpaður í hveiti og kryddjurtahjúp og steiktur svo upp úr smjöri. Tómötum er svo bætt út á pönnuna og þeir bakaðir með þorskinum sem gerir þá sæta og bragðgóða. Þegar rétturinn er tilbúinn er hann borinn fram með kryddjurttasmjöri sem er alveg svakalega gott og gefur réttinum þetta kraftmiklta bragð en gerir fiskinn einnig meira djúsí og góðan.

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

  • 800 g þorskhnakkana
  • 5 hvítlauksgeirar
  • 1 sítróna
  • 15 g steinselja frá Vaxa
  • 15 g dill frá Vaxa
  • 100 g smjör
  • 1 dl hveiti
  • Salt og pipar
  • 1 egg
  • 250 g litlir tómatar

Aðferð:

  1. Skerið þorskhnnakkana í þægilega bita.
  2. Setjið egg í skál og hrærið því saman.
  3. Saxið steinseljuna og dillið smátt niður og bætið í skál, rífið börkinn af sítrónunni ofan í skálina og rífið einnig hvitlauksrifin ofan í hana. Blandið öllu saman.
  4. Setjið hveiti í skál og setjið helminginn af kryddjurtablöndunni í hveitið ásamt salti og pipar. Blandið öllu saman.
  5. Setjið þorskhnakkana fyrst ofan í eggjaskálina og veltið þorskinum upp úr eggginu, setjið svo ofan í hveiti+kryddblönduna og hjúpið þorskinn. Steikið hann á báðum hliðum á pönnu upp úr u.þ.b. 1 msk af smjöri. Skerið tómatana í helminga og leyfið þeim að malla á pönnunni á meðan þorskurinn er að eldast.
  6. Bræðið smjörið og bætið því ofan í skálina með því sem eftir er af kryddjurtunum, blandið saman.
  7. Þegar þorskurinn er eldaður í gegn, bætið þá kryddsmjörinu yfir og kreistið svolítið af sítrónusafa yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Sítrónu og kryddjurta þorskhnakkar

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5