Linda Ben

Sítrónu Risarækju Spagettí

Recipe by

Sítrónu risarækju spagettí er klassískur ítalskur réttur.

Sítrónan og basilið koma með ferskan keim og paremsan osturinn kemur réttinum á annað plan. Þessi réttur kallar gjörsamlega fram sumarið. Ég get sko alveg sagt ykkur það að þetta er besta spagettí sem ég hef nokkurntíman smakkað!

Ég ákvað nýlega að taka fleiri myndir af þessu uppáhalds spagettíi. Ég átti ekki capers til og ákvað því að sleppa því en það kom alls ekki að sök.

Sítrónu risarækju spagettí

Sítrónu risarækju spagettí

Sítrónu Risarækju Spagettí

Sítrónu Risarækju Spagettí:

  • 250 g spagettí
  • 400 g litlar tígrisrækjur
  • salt og pipar
  • 2 msk capers
  • 1 dl olía
  • Börkur af 1 sítrónu
  • Safi úr 2 sítrónum
  • ½ bolli ólífu olía
  • ¾ rifinn parmesan ostur
  • ½ bolli pasta soð
  • ferskt basil

Aðferð:

  1. Spagettíið er soðið í miklu vatni þangað til það er orðið „al dente”, það er þegar spagettíið er næstum því tilbúið, smá stíft ennþá.
  2. Capersið er þurrkað í eldhúspappír.
  3. 1 dl af olíu er hituð vel á lítilli pönnu og capersið djúpsteikt í olíunni í 2 mín eða þangað til það opnast. Það er svo tekið af pönnunni og auka olían tekin í burtu með því að þerra capersið aftur á eldhúspappír.
  4. Risarækjurnar eru kryddaðar með salt og pipar og steiktar á pönnu þangað til þær eru bleikar í gegn.
  5. Í stóra fallega skál rífið þið börkinn af 1 sítrónu og kreistið svo safann úr 2 sítrónum.
  6. Bætið ½ bolla af ólífu olíu í skálina ásamt parmesan ostinum, hrærið saman.
  7. Setjið spagettíið í skálina ásamt ½ bolla af pasta soði, hrærið saman.
  8. Setjið ferskt basil á pastað eftir smekk.

Sítrónu Risarækju Spagettí

Sítrónu Risarækju Spagettí

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

One Review

  1. Þórunn

    Þetta er lang uppáhalds pastað mitt! Elska elska elska! Myndi gefa því fleiri stjörnur ef það væri hægt, takk fyrir mig! 🙂

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5