Sjávarréttasúpa þessi er fengin úr uppskriftabókinni hennar mömmu.
Mamma hefur gert þessa súpu í mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu, létt og ótrúlega bragðgóð.
Endilega setjið út í hana það sjávarfang sem ykkur þykir best.
Sjávarréttasúpa
- 400 g humar
- 400 g blandað sjávarfang
- 1 laukur
- 1 paprika
- 1 gulrót
- 2 msk koníak
- 1 dl tómatmauk
- 1 l rjómi
- 2 dl hvítvín
- 2 tsk fiskikraftur
- Salt & pipar
- Fersk steinselja
Aðferð:
- Skerið laukinn, paprikuna og gulrótina niður og steikið á pönnu upp úr örlítið af olíu. Setjið koníakið út á ásamt tómatmaukinu og blandið saman.
- Bætið rjómanum út á pottinn og maukið grænmetið, látið sjóða í örfáar mín. Bætið hvítvíninu út á pottinn ásamt fiskikrafti. Kryddið til með salti og pipar og látið malla saman.
- Setjið humarinn og blandaða sjávarfangið út í súpuna og slökkvið undir pottinum, látið standa þar til humarinn er eldaður (tekur aðeins örfáar mínútur ef humarinn er lítill).
- Berið fram með ferskri steinselju.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: