Smjörsteiktar döðlur með grísku jógúrti er eitthvað sem þú verður að smakka þar sem ég er viss um að þú átt eftir að elska þetta!
Döðlurnar verða eitthvað annað góðar við smjörsteikinguna, þær verða eins og mest djúsí karamella sem þú hefur smakkað.
Ef þú vilt taka grísku jógúrt skálina þína upp á annað stig þá er þetta eitthvað sem þú verður að smakka.
Smjörsteiktar döðlur með grísku jógúrti
- 6 ferskar döðlur
- 30 g smjör
- 180 g grísk jógúrt með kararmellu og perum frá Örnu Mjólkurvörum
- 1 msk pistasíuhnetur
Aðferð:
- Setjið smjörið á pönnu og bræðið það.
- Steinhreinsið döðlurnar og opnið þær þannig að þær verða flatar, setjið á pönnuna og steikið á báðum hliðum í nokkrar mín.
- Skerið pistasíuhenturnar niður.
- Setjið gríska jógúrt í skál og setjið döðlurnar út á ásamt söxuðu pistasíuhnetunum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar