Linda Ben

Sterkar hnetusmjörsnúðlur á 5 mínútum

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 3-4 manns

Sterkar hnetusmjörsnúðlur á 5 mínútum þegar maturinn á að vera góður en afar fljótlegur.

Maður einfaldlega smellir núðlum í pott og rækjum á pönnu. Á meðan það er að eldast smellir maður sósunni saman. Svo blandar maður núðlum og sósu saman og toppar núðlurnar með risarækjum og öðru fallegu “toppings”.

Til að gerra réttinn fjölskylduvænan geri ég tvær útgáfur af sósunni, þ.e. skipti uppskriftinni af sósunni í tvennt og blanda í tveimur skálum. Í eina skálina set ég chilí en sleppi honum í hina skálina. Svo sleppi ég auðvitað að setja chilí olíu yfir núðlur barnanna. Krakkarnir mínir alveg elska þessar núðlur þannig og háma þær í sig.

Þetta er alveg glúteinlaus réttur.

sterkar hnetusmjörsnúðlur á 5 mínútum

sterkar hnetusmjörsnúðlur á 5 mínútum

Sterkar hnetusmjörsnúðlur á 5 mínútum

  • 400 g hrísgrjónanúðlur
  • 500 g risarækjur
  • Salt og pipar
  • 4 msk Whole Earth gróft hnetusmjör
  • 3 msk soja sósa
  • 3 msk hrísgrjóna edik
  • 1 msk hunang
  • 1 msk sesam olía
  • 1 tsk chili flögur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • u.þ.b. 2 msk sjóðandi heitt vatn

Toppur

  • Chili olía
  • Vorlaukur
  • Ferskur chilí (má sleppa)
  • Salt hnetur

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Steikið risarækjurnar á pönnu upp úr salti og pipar.
  3. Á meðan núðlurnar eru að sjóða og rækjurnar eru að steikjast skuli þið útbúa sósuna með því að setja hnetusmjör, soja sósu, hrrísgrjónaedik, hunang, sesam olíu, chili flögur og rifinn hvítlauk í skál. Hrærið saman og bætið við sjóðandi heitu vatni til að þynna sósuna til að ná öllu saman.
  4. Setjið núðlurnar í skál ásamt sósunni og hrærið saman. Skiptið núðlunum í skálar og bætið ofan á risarækjum, smátt skornum vorlauk, chilí og salt hnetum, toppið með chilí olíu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

sterkar hnetusmjörsnúðlur á 5 mínútum

Category:

One Review

  1. Sigrún

    Mjög gott og fljótleg 🥰

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5