Linda Ben

Stórar bláberjamuffins með krönsí toppi

Recipe by
50 mín
Prep: 30 mín | Cook: 20 mín | Servings: 10-20 möffinskökur

Bláberjamuffins eru alveg ótrúlega góðar. Þegar ég fer á kaffihús í útlöndum þá er hefð fyrir því að kaupa mér bláberjamuffins með tvöfalda cappuccinoinum mínum og njóta vel. Mér finnst ég því eiginlega komin til útlanda þegar ég útbý mér bláberjamuffins hér heima.

Þessar muffinskökur eru góðar í stórum fallegum formum. Toppurinn á þeim er svolítið harður sem gerir áferðina æðislega. Það verður enginn svikinn af þessum.

Bláberjamuffins:

  • 1/2 bolli smjör
  • 1 bolli sykur
  • 2 stór egg
  • 1 tsk vanilla
  • 2 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 2 bollar hveiti
  • 1/2 bolli mjólk
  • 2 1/2 bolli bláber, frosin eða fersk
  • Smá sykur
  1. Byrjað er á að kveikja á ofninum og hann stilltur á 190°C.
  2. Stór muffinsform eru tekin fram og þeim raðað annað hvort ofan í stóran muffinsofnbakka eða á ofnskúffu.
  3. Smjöri og sykri er hrært saman þangað til blandan verður ljós og létt.
  4. Eggjum er svo bætt út í smjörblönduna, einu í einu og hrært vel á milli.
  5. Síðan er vanilludropum, matarsóda og salti bætt í blönduna og hrært.
  6. Hveitinu er svo bætt út í og hrært varlega.
  7. Helmingnum af mjólkinni er hrært saman við deigið en þegar mjólkin hefur blandast vel er hinum helmingjum bætt út í.
  8. Að lokum eru bláberjunum bætt varlega út í með sleikju.
  9. Deigið er sett í formin með skeið. Örlitlum sykri er stráð yfir hverja köku áður en þær fara inn í ofninn.
  10. Muffinsið er látið vera í ofninum í 15-20 mín eða þangað til kökurnar eru orðar gullin brúnar á litin.

IMG_6962

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5