Linda Ben

Súkkulaði hjónabandssæla

Súkkulaði hjónabandssæla sem svíkur engan! Þessi er alveg einstaklega góð og hentar hvenær sem er. Fullkomi með sunnudagskaffinu, í eftirrétt með rjómaís og á veisluborðið.

Súkkulaði hjónabandssæla

Súkkulaði hjónabandssæla

Súkkulaði hjónabandssæla

Súkkulaði hjónabandssæla

Súkkulaði hjónabandssæla

  • 200 g smjör, mjúkt
  • 100 g púðursykur
  • 2 egg
  • 150 g hveiti
  • ¾ tsk lyftiduft
  • ¾ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk kanill
  • 200 g haframjöl
  • 1 krukka jarðaberja og rabbabara sulta
  • 50 g haframjöl
  • 200 g suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stillið á 200°C, og stillið á undir og yfir. Takið 20×30 cm form (líka hægt að nota 25 cm smelluform) og smyrjið það vel.
  2. Hrærið saman smjör og púðursykur saman, setjið svo eggin út í, eitt í einu.
  3. Setjið hveitið, lyftiduftið, matarsódann, salt og kanil út í, blandið saman. Bætið haframjölinu saman við, hrærið þar til blandað saman. Skerið susðusúkkulaðið niður og blsandið því saman við deigið.
  4. Takið ¾ af deiginu og pressið niður í formið, passið að það fari í hornin líka og sé allstaðar jafn þykkt.
  5. Smyrjið sultunni yfir allt deigið.
  6. dreifið yfir kökuna, fallegt að setja aðeins meir af haframjöli yfir.
  7. Bakið inn í omni í u.þ.b. 25 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5