Súkkulaði kasjúhnetuklessur er ljúffengt og einfalt sælgæti sem bragðlaukarnir elska jafnt og líkaminn.
70% súkkulaði er stútfullt af andoxurnarefnum og kasjúhneturnar trefja og næringarríkar. Sjávarsaltið gerir þetta svo alveg þannig að maður hreinlega getur ekki hætt að borða þetta.
Súkkulaði kasjúhnetuklessur
- 200 g Síríus suðusúkkulaði 70% frá Nóa Síríus
- 150 g kasjúhnetur
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Byrjað er á því að rista kasjúhneturnar með því að setja þær á pönnu ásamt salti og steikja á þurri pönnunni þar til þær eru aðeins byrjaðar að gullinbrúnast.
- Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði rólega, takið súkkulaðiðskálina upp úr vatninu þegar súkkulaðið er 80% bráðnað og leyfið restinni að bráðna rólega.
- Setjið kasjúhneturnar í skál ásamt brædda súkkulaðinu og blandið saman.
- Setjið 1/2 msk í einu af kasjúhnetusúkkulaðinu á smjörpappír, dreyfið örlítið af sjávarsalti yfir, leyfið súkkulaðinu að stirðna við stofuhita.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: